Skírnir - 01.01.1935, Blaðsíða 10
8
Matthías Jochumsson.
[Skírnir
gnauðar grátbylur,
gott á hinn dauði,
er neyð þá ei dreymdi,
sem nóttin geymdi".
Töfrarnir eru þessi einfalda fyrirhafnarlausa andagift.
Eftir jólin 1865 var farið að leika Útilegu-
uti\egumennirnir mennina eftir útgáfunni 1864. Mikið var
seoir í fyrsta
sinn. um l3ann atburð talað. Eg var fjórtán ára,.
hafði tvö mörk (67 aura) og gat keypt
mér stæði fyrir það. Eg fór náttúrlega og heimsótti Matt-
hías, það er að segja, eg fór að sjá Útilegumennina, ert
þar lék Matthías sjálfur Sigurð í Dal. Eg var ákaflega for-
viða, og utan við sjálfan mig af ánægju og gleði. Latín-
una skildi eg yfir höfuð að tala. Mig furðaði á búningun-
um, og að þarna stóðu hin eilífu f jöll uppi á leiksviðinu. —
Hin eilífu fjöll, sem voru horfin í næsta þætti. Inn komu
tveir stúdentar, sem ortu beinakerlingarvísur og sungu að
mér fannst undarlegan söng um Bíleam og ösnu hans. Eg'
kannaðist við söguna úr Biblíunni. Eg hefi 2 eða 3 sinnum
síðar haft með kvæðið að gera, sem leiðbeinari í Skugga-
sveini. Vísurnar eru 11, en þegar búið er að stryka út 7,
þá stendur eftir fagurt ættjarðarkvæði. Vængjahestur M.
J. hefir fælzt með hann á fluginu. Leiktjöld Sigurðar Guð-
mundssonar voru aðdáanleg og eru ennþá til flest á forn-
menjasafninu. Persónulistann kann eg enn, eg þekkti allt
fólkið, sem lék eitthvað svolítið, hafði séð það á götu, og
vissi nöfn þess. — En fyrir mínum augum gekk allt þetta
fólk og hvarf í hlutverkinu sínu. Bændurnir í 2. þætti voru
leiknir með velsæmi, eins Grasa-Gudda, en ekki eins og oft
er nú. Þorsteinn Egilsson lék Grasa-Guddu, og var forláta
leikari. Ekki lék hann hana skakka eða neitt þess háttar.
Aðalbragðið, sem hann notaði, að hann setti lítinn disk
undir botninn á krakkanum, sem var búinn til úr tusk-
um, og við það small eitthvað í, þegar hann hampaði
krakkanum í lófa sér. Gudda varð að standa upp og hrista
dúksvuntuna sína vegna aðgerða barnsins. Söng Grasa-