Skírnir - 01.01.1935, Blaðsíða 104
102
Tækni og menning.
[Skirnii'
inn sinn sem að gera stjörnukort, er ein af aðalnautnum
lífsins. Þegar fullnægt er þeim þörfum, sem þjóðfélagið
tekur að sér, svo að allir geti lifað sæmilega, eru eftir
þær þarfir, sem enginn .einstaklingur eða flokkur manna
á heimtingu á að þjóðfélagið fullnægi, og þeim geta
menn fullnægt sjálfir án íhlutunar þess, að svo miklu
leyti sem það er öðrum að meinalausu, framleitt sjálfir
eða í félagi það, sem þarf til að fullnægja smekk þeirra
og löngun. Því lagfastari og ópersónulegri sem ríkis-
framleiðslan yrði, því fjölbreyttara og persónulegra yrði
það, sem framleitt væri til eigin nota. Með rafmagninu
geta menn notað ótal tæki til slíkrar framleiðslu, svo
að vinnan verði létt og skemmtileg. Ættu verkstöðvar til
slíks í sambandi við skóla að vera til í hverri sveit og bæ.
Frjálst starf er nauðsynlegt til að vega á móti hinni
vélgengu, lagföstu framleiðslu og um leið nauðsynlegur
undirbúningur undir hana. Allar framfarir í vélagerð
hafa komið frá iðnaðinum og vísindum, sem styðjast
við verklegar tilraunir. Eftir því sem vélarnar verða
margbrotnari, er nauðsynlegt að tækni og leikni og
þekking verði almennari. Það er grundvöllur þess, að
rétt sé farið með vélarnar og hægt að gera nýjar upp-
götvanir. Heimilisiðnaður með einfaldari vélum og tækj-
um er hinn bezti skóli fjölhæfninnar og vel til þess fall-
inn að fullnægja breytilegum þörfum, sem hinar stærri
vélar eru ekki ætlaðar til.
Vér verðum að fá nýtt stjórnskipulag,
ólíkt því, sem enn hefir verið á boðstól-
um. Mumford drepur aðeins á nokkur
Nýtt stjórn-
skipulag.
atriði, er þar koma til greina, svo sem að verkamanna-
félögin þurfi að breytast frá því að vera sérhagsmuna-
félög, þannig að þau verði framleiðslufélög, er nái yfir
alla þá, er að framleiðslunni vinna, frá hinum hæsta
til hins lægsta, og hafi fyrir markmið að koma fullkomnu
lagi á framleiðsluna, gera stjórn hennar mannúðlega
og ala upp félagsanda, ábyrgðartilfinningu og virðingu
fyrir vísindalegri rannsókn og frjálsri hugsun, í stað