Skírnir - 01.01.1935, Blaðsíða 126
124
Höfuðskáld Norðmanna vestan hafs.
[Skírnir
af eigin reynd lífskjörum og hugsunarhætti norskra inn-
flytjenda í Vesturheimi. Hann stóð aftur á krossgötum,
líkt og daginn ógleymanlega í Norðurlandi. Hann átti nú
að velja milli þess, að verða bóndi eða að ganga mennta-
veginn; vinur hans einn hvatti hann mjög til skólagöngu.
Enda þótt Rölvaag væri þess minnugur, að karl faðir hans
hafði ekki talið hann verðugan æðri menntunar, varð það
úr, að hann innritaðist í gagnfræðaskóla í Canton, í Suður-
Dakóta, þá nær hálf-þrítugur. Námslöngun hans, sem hann
hafði haldið aftur af árum saman, brauzt nú fram sem
elfur í leysingum. Hann sótti námið af kappi, drakk í sig
kennslugreinarnar og lauk gagnfræðaprófi vorið 1901.
Stundaði hann því næst menntaskólanám á St. Olaf Colle-
ge, í Northfield í Minnesota, en vann jafnframt fyrir sér,
og útskrifaðist þaðan með heiðri vorið 1905, tuttugu og
níu ára gamall. Minnir námsferill hans, hvað aldur snert-
ir, á skólagöngu séra Matthíasar Jochumssonar. En svo
glæsilega hafði Rölvaag gengið æðra nám sitt, að honum
bauðst þegar kennslustaða við St. Olaf College, en áður en
hann tók við henni, var hann árlangt við framhaldsnám
á háskólanum í Osló. Gerðist hann að því loknu kennari
í norskum fræðum við St. Olaf College, og var frá árinu
1916, að kalla til dauðadags, forseti þeirrar kennsludeild-
ar. Þótti hann afbragðs kennari, fjörgandi og vekjandi;
lét hann sér sérstaklega um það hugað, að kenna nemend-
um sínum að hugsa, að standa á eigin fótum skoðanalega.
Einum nemanda hans, sem nú er orðinn háskólakennari,
farast svo orð um hann: „í kennslustundum lét hann sig
mestu skipta hina dýpri merkingu hlutanna. Og glaður
varð hann í geði, tækist honum að vekja hjá nemendum
brennandi löngun til að vita og skilja“.
En þó að Rölvaag væri löngum hlaðinn umfangsmikl-
um og þreytandi kennsluönnum og höfgur skuggi dauðans
hvíldi yfir honum á síðari æviárum (hann þjáðist af lang-
vinnum hjartasjúkdómi), vannst honum tími til mikilla
ritstarfa. Auk kennslu- og fræðibóka og fjölda ritgerða
samdi hann sex skáldsögur, allt á norsku; var hann þó