Skírnir - 01.01.1935, Blaðsíða 62
60
Dr. Hannes Þorsteinsson.
[Skírnir
þingsetu og stjórnmálaferli dr. Hannesar lokið. Hann
hafði látið blað sitt af hendi, áhrif hans minnkuðu með
því og hann féll í kosningunum haustið 1911. Og hætti þar
með stjórnmálaafskiptum.
Þótt dr. Hannes hafi vitanlega látið fleiri mál en
stjórnskipunarmálið til sín taka, bæði sem þingmaður og
blaðamaður, þá er hann langkunnastur fyrir afskipti
sín af því máli. Hér verða ekki rakin afskipti hans af
öðrum málum. Þó verður að nefna eitt mál, sem hann
kemur nokkuð við á fyrstu árum blaðamennsku sinnar:
Háskólamálið. Svo sem geta má nærri um mann, sem unni
jafn mikið íslenzkum fræðum sem dr. Hannes, gerðist
hann þegar öflugur talsmaður þess máls. Á alþingi 189S
var samþykkt frumvarp um stofnun háskóla, og var dr.
Jón Þorkelsson, sem þá sat á þingi, mestur forgöngu-
maður þess máls. Studdi dr. Hannes málið vel í blaði
sínu. í þinglok 1893 bundust 30 menn samtökum um að
vekja áhuga á málinu meðal almennings og hefja fjár-
söfnun til þess að hrinda því í framkvæmd. Var dr. Hann-
es einn þeirra manna. Kusu þeir framkvæmdarnefnd 9
manna í þessu skyni, og var dr. Hannes líka einn þeirra.
Nokkurt fé safnaðist, en framkvæmdir í málinu biðu ann-
ars, enda lagðist stjórnin og ýmsir málsmetandi menn hér-
lendir á móti því. Frumvarp til laga um stofnun háskóla
var ekki samþykkt fyrr en á alþingi 1909, sem kunnugt
er, en háskólinn var fyrst settur á laggirnar að nafni til
17. júní 1911. Voru þá settir menn í stöðurnar. Var dr.
Hannes einn meðal þeirra. Hann var settur kennari í sögu
Islands í heimspekideild. Hugðu menn, sem von var, að
setningin væri undanfari skipunar í stöðuna. Og það veit
eg, að dr. Hannes skildi það svo sjálfur, enda tók hann
þegar sumarið 1911 að búa sig undir kennslu í fræðigrein
sinni. En svo undarlega brá við, að annar maður var skip-
aður í stöðuna. Var meðferð þessi á dr. Hannesi mjög
ómakleg, enda er öldungis víst, að enginn maður þeirra,
sem þá var kostur, var honum að öllu athuguðu færari
til starfans.