Skírnir - 01.01.1935, Blaðsíða 201
Skírnir]
Þing Þórólfs Mostrarskeggs.
199
hefir aldrei verið býli, enda ekkert rúm fyrir býli, því að
Haugsnes er rétt fyrir utan túnið á Hofstöðum, land-
námsbæ Þórólfs. Þess má geta, að ef breyting þessi væri
rétt, og átt væri við Þingvelli, þá væri orðalagið ekki alls-
kostar nákvæmt. Bærinn er sagður hafa verið gerður nær
því, sem þingið hafði verið (flutt). Bærinn á Þingvöllum
er ekki nærri þingstaðnum, heldur beinlínis í honum miðj-
um. Búðarústirnar eru allt í kringum bæinn.
Það gerir vitanlega mikinn mun, hvort þessi breyt-
ing á textanum er rétt eða eklci. Sé hún rétt, er hér um
bæinn á Þingvöllum að ræða. Sé hún röng, er um einhvern
annan bæ að ræða, og þá höfum vér þá leiðbeiningu um
gamla þingstaðinn, að hann hefir verið nærri einhverjum
bæ norðanvert við Hofsvog, öðrum en Hofstöðum. Að
þingið hafi verið í Haugsnesi verður þá ekki samrímt
sögunni. Það er vitanlega varhugavert út af fyrir sig, að
ganga í gegn jafn eindregnum vitnisburði handritanna
og hér er um að ræða, og við það bætist svo það, að íil
■eru önnur gögn, sem gefa sterkar líkur fyrir því tvennu,
að bærinn á Þingvöllum hafi eigi verið byggður fyrr en
löngu seinna og að jörðin, sem nú heitir Jónsnes, hafi áð-
ur heitið Þórsnes.
Árið 1184 var klaustrið í Flatey flutt að Helgafelli.
Nokkur skjöl frá fyrstu öldum klaustursins hafa geymzt
til vorra daga og það vill svo vel til, að af þeim má fá
nokkrar upplýsingar um þetta efni. Er þar fyrst að telja
máldaga klaustursins, sem prentaður er í ísl. fornbréfas.
11, nr. 48. Þar er máldagi þessi talinn vera frá því snemma
á biskupsárum Árna Þorlákssonar eða frá því nálægt ár-
inu 1274. Eg tel þó sennilegt, að máldagi þessi sé nokkru
eldri, og dreg eg það af samanburði á jarðeign klausturs-
ins þá og bæði fyrr og síðar. Þegar máldaginn var gerður
átti klaustrið 7 jarðir auk heimalandsins og auk þess 5
eyjar, sem seinna voru byggðar, en eigi verður séð, að
byggðar séu þá. Ef vér teljum þær með, verða jarðirnar
12, auk heimalandsins. Nú er ennfremur til einskonar
skipulagsskrá fyrir klaustrið, sem að vísu er gerð af Ög-