Skírnir - 01.01.1935, Blaðsíða 81
Skírnir]
Tækni og menning.
7»
til lífsþarfa — veiði, ber, sveppir, hnetur, sauðir, korn,
fiskur — en í umhverfi námumannsins er, að undanteknu
salti og sykurlíki, allt ekki aðeins algerlega ólífrænt,
heldur og algerlega óætt? Námumaðurinn vinnur .ekki
af ást eða til að nærast, heldur til að „ljúka sinni hrúgu“.
Hin fræga bölvun Mídasar varð ef til vill aðaleinkenni
hinna nýju véla: allt, sem þær snertu, breyttist í gull og
járn, og þær gátu aðeins haldizt þar sem grundvöllurinn
var gull og járn.
Tr 'sm’S'r ^afa átt frumþáttinn í allri vélagerð
fram á síðustu öld. Það kemur að miklu
leyti af því, að tréð er handhægasta smíðisefni, sem til
er, að afla þess, flytja það og smíða úr því. Og auk þess
var það eldsneyti. Það var fjölbreyttasta efnið, auðveld-
ast að gefa því hvaða lögun er vildi, þarfasta efni allrar
tækni. Það undirbjó menn til að fást við jafnt stein sem
málma. Tæknin á þeim mest að þakka, sem unnu tréð,
feldu það í skóginum, öfluðu eldsneytis, gerðu smíða-
kol. Trésmiðurinn var fyrsti verkfræðingur, gerði tré-
verkið í námunum, trönur við steinsmíðar. Það var tré-
smiður, sem fann upp hjólið, leirkerasmiðshjólið, vagn-
hjólið, vatnshjólið, rokkhjólið og r.ennibekkinn, véltæk-
ið, sem þurfti til að smíða aðrar vélar.
„ , Ef til vill hefir ekkert haft beinni áhrif
Mermennskan. ,, , ,
a þroun velarmnar en hermennskan.
Hermaðurinn er arfi veiðimannsins. Veiðimaðurinn
þurfti vopna til að afla sér fæðis: örvar, spjót, slöngu,
hníf. Starf hans er andvígt lífinu. Hann er rándýr. Hjarð-
maðurinn og akuryrkjumaðurinn starfa að viðhaldi lífs-
ins og vernd, veiðimaðurinn að eyðileggingu þess. Mann-
úð og mildi fær ekki að njóta sín í brjósti hans. Og
þegar að herðir, snýr hann vopnum sínum gegn öðrum
niönnum. Hann finnur, að það ,er auðveldast að lifa á
ránum, taka með valdi það, sem aðrir hafa aflað með
erfiði, gera aðra að þrælum sínum. Hann myndar ríki
til að láta gjalda sér skatt, og heldur til þess uppi nokk-
urri reglu. En til þess að halda völdunum, þurfti her og