Skírnir - 01.01.1935, Blaðsíða 32
30
Gröndal, Steingrímur, Matthías.
[Skírnir
En maðurinn þinn á Músu, sem er dís
og meykonungur austur í Paradís.
(og svo kemur lýsing á ágæti Gröndals og vitnað í kvæðis-
part eftir hann).
Og eigi slíkur slíka frú sem hann —
þá stendur honum næst, þeim góða mann,
að yrkja um hana-----.
En faðir minn fór austur að Odda og skáldin skildu,
og kom snurða á vináttuna og ýmsir kunna að hafa spillt
á milli og alið á afbrýðissemi á milli þeirra, og þeir grun-
uðu hver annan um græsku. Þannig leið langur tími,
og hirði eg ekki að segja frá þeirri sundurþykkju og
þeim margs konar misskilningi, sem henni olli. Það væri
leiðinda mál. Miklu fremur vil eg minnast þess með
áherzlu, að öll sú sundurþykkja hvarf með tímanum og
var úr sögunni áður en þeir féllu frá.
Nú vil eg hins vegar minnast þess, sem mér þykir
gaman að minnast, hvernig skáldin kynntust fyrst og
hvernig þeir höfðu frjóvgandi, skemmtileg áhrif hver
á annan.
Þegar eg man fyrst eftir — eða kringum 1880 —
var skáldaröðin talin þannig, eins og áður gat um:
Gröndal, Steingrímur, Matthías.
Þetta var eðlilegt af því, að Gröndal var elztur og
orðinn kunnastur og kærastur þjóðinni af kveðskap sín-
um. Hann var 5 árum eldri en Steingrímur og 9 árum
eldri en Matthías. (Gröndal f. 1826, Steingr. 1831 og
Matth. 1835).
En Matthías var það yngri á menntabrautinni en
þeir hinir, að hann kom fyrst í skóla 24 ára gamall, þar
sem Gröndal hafði byrjað skólanámið 14 ára og Stgr.
aðeins 13 ára. Þeir voru m. ö. o. orðnir lærðir menn og
höfðu dvalið við háskólanám í mörg ár um það leyti er
Matthías hóf sína menntagöngu.
Sumir hafa viljað harma það, að faðir minn var
seint settur til mennta. Eg lít hinsvegar svo á, að það
hafi verið honum bæði til gagns og góðs, því margt