Skírnir - 01.01.1935, Blaðsíða 168
166
Abessinía.
[Skírnir
en Ras Tafari sá, að það var nauðsynlegt fyrir Abessiníu-
menn að fara að dæmi Japana og taka upp verklega menn-
ingu Evrópumanna og læra af þeim. En hann forðaðist að
þiggja hjálp til viðreisnarstarfsins hjá stórþjóðum Ev-
rópu, nema þá helzt Frökkum. Með aðstoð þeirra fékk
hann komið því til leiðar, að Abessinía var tekin í Þjóða-
bandalagið 28. sept. 1923.
Eins og eðlilegt var, sneri Ras Tafari sér til Þjóða-
bandalagsins, og hóf mótmæli gegn samningi Itala og Eng-
lendinga. Hann taldi hann brot á þríveldasamningnum frá
1906, og ógildan vegna þess, að stjórn Abessiníu hefði
ekki verið spurð að málum. Fulltrúar stórveldanna reyndu
að sýna Abessiníumönnum fram á, að járnbrautir og
vatnsveitur væri einmitt það, sem ríkið þarfnaðist mest
og mundi verða því til hins mesta hagnaðar. En Abess-
iníumenn sátu fast við sinn keip, þeir vildu ekki fá enskt
eða ítalskt fjármagn inn í landið. Þessi mótmæli voru tek-
in til greina af Þjóðabandalaginu og málið féll niður.
Nokkru síðar, 2. ágúst 1928, gerðu þeir Mussolini og Ras
Tafari með sér „vináttu- og gerðardómssamning“, er
skyldi gilda í 20 ár, og á því tímabili skyldu öll deilumál
milli ítalíu og Abessiníu verða útkljáð með gerðardómi-
Það er ekki laust við, að mönnum finnist samningur
þessi allskoplegur, þegar litið er til atburða þeirra, er
gerzt hafa í vetur og vor.
Zauditu drottning varð mjög óvinsæl fyrir harðstjórn
og hroka. Varð hún loks að láta af völdum, en Ras Tafari
varð keisari 1930 og tók sér nafnið Hailé Selassié, eins og
venja er til í ætt hans. Hann virðist vera mjög hygginn
stjórnandi, og ber Evrópumönnum, er hafa heimsótt hann,
saman um, að hann sé til forustu fæddur og hafi aðdá-
anlegt lag á að vinna menn. En hann hefir átt við mikla
erfiðleika að stríða.
Fyrst varð hann að heyja harða baráttu við aðalinn.
Lénshöfðingjar gerðu hverja uppreisnina á fætur annari,
en hann barði þær niður. Notaði hann stundum flugvélar
til þess að kasta sprengikúlum á herbúðir uppreisnar-