Skírnir - 01.01.1935, Blaðsíða 11
Skírnir]
Matthías Jochumsson.
9
Guddu „Fram á regin fjallaslóð" var fagnað mjög af
áhorfendunum. Þorsteinn Egilsson lék líka Galdra-Héð-
in. Möngu hjá sýslumanninum lék Ragnhildur Einars-
dóttir, sem alltaf var kölluð Stephensen, af því systir henn-
ar var gift Þorvaldi Stephensen; hún kom öllum í bezta
skap meðan hún var inni og var að gefa stúdentunum,
Þórði Guðjóhnsen og Tómasi Björnssyni, undir fótinn, og
heldur að hnýta í Ástu í Dal. Þorvaldur Stephensen, bók-
haldari hjá Smith, var mikill vexti og hinn höfðinglegasti,
en lék fremur þungt og söng ekki vel. Guðlaugur Guð-
mundsson skapaði hlutverk Lárenzíusar 1888 eða 1889,
og síðan hafa allir Lárenzíusar valið hans leikmáta, eftir
beztu getu. í 3. þættinum voru hin „eilífu fjöll“ aftur kom-
in inn á leiksviðið, og þá sást fyrst Skugga-Sveinn sjálf-
ur. Jón A. Hjaltalín lék hann með ógurlegri röddu eins og
tröll eða djöful. Með þessu vopni, sem hann hafði, var
hann hinn hræðilegasti. Og þó hann væri bak við „fjórða
vegginn“ — tjaldið á leiksviðinu, var þó ekki örgrannt
um, að hann- kynni að koma fram á áhorfendaplássið; en
eg hafði stæði aftast, svo mér hlaut að vera borgið. Hvort
eg hugsaði þetta, veit eg ekki, en mér óaði Skugga-Sveinn.
Allir síðari menn, sem leikið hafa Skugga-Svein, hafa tek-
ið upp þessa ógurlegu rödd, nema Halldór Jónsson, þegar
hann lék Skugga-Svein í latínuskólanum, og Jens Waage,
þegar hann var leikinn í Leikfélagi Reykjavíkur. Jón A.
Hjaltalín skapaði leikinn í hlutverkinu — eða skapaði
hlutverkið. Frú Guðrún Hjaltalín söng vísur Ástu í Dal
og lék hana með viðeigandi tilfinningu. Páll Blöndal lék
Harald, ágætasti söngmaður, og Ólafur Sigvaldason lék
Ögmund, og Sigurður Sæmundsen lék Ketil, og var svo
mjóróma til að fá út mótsetninguna við Skugga-Svein, að
Matthías kallar hann Ketil skræk í Skugga-Sveini, þegar
hann breytir leikritinu nokkru síðar. Matthías lék sjálfur
Sigurð í Dal. Sigurður í Dal er eiginlega Bíleams asna þeg-
ar hann er að búa, en lögréttumaður og sveitarhöfðingi
eftir að sýslumaðurinn er kominn. Og mér hefir allt af
fundizt, að svo hefði Sigurður átt að vera allt í gegn. Eg