Skírnir - 01.01.1935, Blaðsíða 54
52
Dr. Hannes Þorsteinsson.
[Skírnir
í ætt þeirra Efstadalsmanna (,,Narfaætt“) virðast
margir hafa verið tápsmenn, fróðleiksfúsir, en sumir
nokkuð dulir og ekki lausir v.ið að vera einrænir. Allir
þessir eiginleikar koma fram á víxl meðal afkomenda
Narfa yngra í Efstadal Einarssonar. I móðurætt dr.
Hannesar, bæði í ættkvíslinni frá Ormi í Eyjum og síra
Birni á Snæfuglsstöðum, hefir og verið margt kjarngott
fólk. Standa því margir góðir við.ir að dr. Hannesi, og
það virðist svo sem honum hafi verið deildir flestir beztu
kostirnir úr ættkvíslum sínum: karlmennska, fastlyndi,
kapp með forsjá og mannvit.
Brú í Biskupstungum er ekki meira en meðaljörð
að stærð eða gæðum. Hún er í jarðatali Johnsens talin
26 hundruð að dýrleika með 100 álna landskuld og fjór-
um kúgildum. Á slíkum jörðum safnast fæstum mönn-
um fé að marki, og sízt, ef mikil er ómegð. Þau hjón
Þorsteinn Narfason og Sigrún Þorsteinsdóttir, foreldrar
dr. Hannesar, áttu ellefu börn, og komust sex þeirra til
fullorðins aldurs, en fimm dóu í æsku. Þau, er upp kom-
ust, auk dr. Hannesar, voru Narfi, sem dó ókvæntur og
barnlaus, Jóhanna Sigríður, kona Gísla Þorbjarnarson-
ar búfræðings í Reykjavík og móðir Alfreðs cand. jur.
1 Reykjavík, Guðrún Jakobína, kona Guðmundar Halls-
sonar trésmiðs í Reykjavík, Elízabet kona Einars Símon-
arsonar í Jötu í Hrunamannahreppi, og Þorsteinn Þor-
steinsson hagstofustjóri í Reykjavík.
Það ræður af líkum, að dr. Ilannes hafi ekki haft
margar stundir til bóklesturs í uppvexti. Á fátækum
barnaheimilum í sveit hefir það lengstum verið svo, að
börn og unglingar hafa verið vanin við vinnu jafnskjótt
sem þeir tóku þroska t.il þess, drengir til útiverka og
sjóróðra á vetrarvertíð. Slíkt hlaut að verða hlutskipti
dr. Hannesar í uppvexti. En snemma hefir hugur hans
hneigzt til fræða þeirra, er hann varð síðar ágætur af:
ættvísi og mannfræði. Má nærri fara um það, að notað
hefir hann þær stundir, sem afgangs urðu frá útiverk-
um, til bóklestrar. Margir voru og landlegudagar í ver-