Skírnir - 01.01.1935, Blaðsíða 45
Skírnir]
Matthías Jochumsson.
43
mun honum hafa getizt heldur lítt. En hins er eg full-
v.iss, að eg hefi aldrei séð mann dást meir að öðrum
manni heldur en faðir minn dáðist að Matthíasi, er hann
las þau kvæði hans, sem hann mat mest. Eg man er hann
hafði yfir þetta erindi, sem Matthías mælti af munni
fram, þá er hann frétti lát Bergs Thorbergs:
Aldrei er svo bjart
yfir öðlingsmanni,
að eigi geti syrt
eins sviplega og nú;
og aldrei er svo svart
yfir sorgarranni,
að ei geti birt
fyrir eilífa trú.
„Enginn er eins og Matthías, þegar hann nýtur sín“.
Séra Matthías hefir oft minnzt þess andlega sambands,
sem jafnan hélzt á milli þeirra, þó að stundum væri langt
á milli bólstaða. Matthías orkti, að eigin sögn, einn af sín-
um fegurstu sálmum („Fyrst boðar guð sitt blessað náðar-
orðið“) út af ræðu, sem faðir minn hélt, þegar hann var
ungur prestur í Miðdal. Þá munu þeir báðir hafa verið
rétt-trúaðir, en Matthías þó miklu óháðari kirkjukenning-
unum en faðir minn var á þeim árum. Þar kom þó brátt
að báðum þessum ungu prestum varð hempan helzt til
þröng, en á því er ekki vafi, að síra Matthías kenndi fyrr
til þrengslanna en faðir minn. Hann leiðbeindi föður mín-
um út úr ógöngum rétt-trúnaðarins. Það gerði hann bæði
með persónulegum áhrifum, en þó ekki síður með því að
senda honum rit eftir ýmsa enska og ameríska höfunda,
djarfa og djúpsæja efasemdarmenn, „trúvillinga“, sem þó
voru trúmenn að eðlisfari. Þessi rit mótuðu trúarskoðun
þeirra beggja. — Eg veit ekki, hvort mörg dæmi finnast
slíkrar samvinnu milli tveggja íslenzkra presta, fyrr eða
síðar. En báðir uxu þeir fyrir það andlega samband, sem
tekizt hafði alveg ósjálfrátt milli þeirra, þegar þeir voru
unglingar í skóla.