Skírnir - 01.01.1935, Blaðsíða 71
Skírnir]
Tækni og menning.
69
margt; heflivél getur aðeins sléttað tréð, hnífinn má nota
til að slétta það, skera það út, kljúfa það og laga á ýmsa
vegu, en auk þess til margs annars. Mestur verður mun-
urinn, þegar vélin er sjálfgeng. Hlutverk mannsins verður
þá aðeins að setja hana í hreyfingu og að gera við, ef eitt-
hvað fer í ólag. Millistig milli verkfæris og vélar er vél-
tólið, svo sem rennibekkurinn. Þar er nákvæmni vélar-
innar og leikni smiðsins í náinni samvinnu.
Vélar eru engin nýjung í heiminum. Þær hafa að
minnsta kosti síðustu þrjú þúsund árin verið mikilvægur
þáttur tækninnar. En auk verkfæra og véla hafa aðrar
uppfyndingar ekki síður stutt að því, að gera jörðina
mönnunum undirgefna, alls konar búsgögn, svo sem pottur
eða karfa, iðntæki, svo sem litunarker eða leirbrennslu-
ofn, og nytjavirki, svo sem hús, vegir, vatnsveitur og á
síðustu tímum rafveitur. Verkfæri og vélar breyta um-
heimi með því að breyta lögun hlutanna eða flytja þá úr
stað, en búsgögn og iðntæki hafa verið til þess að koma
fram nauðsynlegum efnabrigðum. Sútun, brugg, eiming
og litun hafa ekki verið óþarfari þáttur tækninnar en
smíði eða vefnaður.
Vélamenning nútímans á sér rætur í marg-
Klaustrm og v;siegUm yenjum, hugmyndum og lifnað-
klukkan. . « . , , . i •
arhattum jafnt og 1 ymsum tækjum, og
sumt af þessu var í upphafi andstætt þeirri menningu, er
síðar spratt af því. Þótt undarlegt kunni að virðast, hófst
vélamenning síðari tíma að nokkru leyti með tíðahaldi
munkanna í miðaldaklaustrunum, er klukkan kom til sög-
unnar. í klaustrunum var lífið allt í skorðum fastrar reglu.
Benedikt af Nursiu ákvað sjö tíðir á hverjum sólarhring,
Sabinianus páfi skipaði svo fyrir á 7. öld, að hringja
skyldi klausturklukkunum sjö sinnum á sólarhring. Það
var því nauðsynlegt að finna tæki til að mæla tímann ná-
kvæmlega, og þjóðsaga, sem nú er að vísu rengd, segir,
að munkur einn fyndi upp fyrstu klukku með lóðum í lok
10. aldar. Og þó að því kunni að skeika, má geta nærri,
að hin tímabundna regla lífsins í klaustrunum hefir haft