Skírnir - 01.01.1935, Blaðsíða 234
232
Ritfregnir.
[Skírnir
Eg hefi orðið svo fjölorður um þetta af því, að mér er það hug-
stætt, og af því, að það sýnir merkilega breytingu hjá skáldinu. Að
öðru leyti er margt gott um þessa bók að segja. Aðalpersónurnar
og ýmsar aukapersónur eru skýrt dregnar. Valur Hamar, íslend-
ingurinn í utlegðinni; Margareta, æsku-unnusta hans; Linda Espo-
lin, islenzka „heims-daman“; Guðrún gamla, Helgi o. fl. — Þau lifa
öll i huga lesandans að lestrinum loknum. Bókin er skáldverk um
þrána, — þrána í ástinni, þrána eftir æsku-landinu, þrána eftir
eilífðinni.
Jakob Jóh. Smári.
Þorsteinn Þ. Þorsteinsson: Kossar. Sögustill. Reykjavík 1934.
Prentsmiðjan Acta.
Sögubrot og sundurlausir þankar um kossa, — skemmtilega
og stundum fyndið ritað, en ekki könnuð nein djúp sálarlífsins í
sambandi við kossana, nema ef til vill í sögunni um kossinn hræði-
lega eftir Gyðinginn L. Shapiro, sem höf. endursegir efnið úr. Það:
er agaleg saga. En það, sem hann leggur sjálfur til málanna, er
auðkennt af góðlátlegri glettni, enda mun sá ritháttur láta hon-
um vel.
Jakob Jóh. Smári.
Björgvin Halldórsson: Nokkur ljóðmæli. Rvík 1934.
Þetta eru ljóð eftir ungan mann, sem dó 22 ára gamall. Hér
er því ekki að vænta mikilla tilþrifa, enda mun höf. hafa ort mest-
,,sér til hugarhægðar, en hvorki sér til lofs né frægðar“. En ljóðin
eru lagleg, og má vel vera, að hann hefði orðið skáld, ef honum
hefði enzt aldur og þroski til.
Jakob Jóh. Smári.
GuSmundur FriSjónsson: Sögur úr byggS og borg. Reykjavík-
Útgefandi: Prentsmiðja Jóns Helgasonar. MCMXXXIV.
Höf. segir í formála, að sögur þessar séu „fyrst og fremst
þjóðlífslýsingar, það sem þær ná, og er undir niðri ætlazt til, að
þær á ókomnum tima bregði skímu yfir það timabil, sem sögu-
kornin eiga rætur í“. Betur er ekki unnt að lýsa sögum þessum-
Þær eru sumar gallaðar sem sögur, efnið lítið, elckert ákveðið aðal-
atriði í sumum o. s. frv., en þær lýsa vel háttum og hugsunum
manna. Nokkrar eru þó mjög góðar sem sögur, t. d. Upprisa og
sumar af sögum Gunnhildar gömlu. En hvergi bregzt málfar og
orðalag höf., sem er með afbrigðum gott, þótt einkennilegt sé, og
bregður töfraljóma á allt, sem hann ritar. Að vísu nýtur það sm
betur í bundnu máli en óbundnu, en hinn sérkennilegi stíll hans í
sundurlausum orðum verkar vel á mig, og svo hygg eg fleirum