Skírnir - 01.01.1935, Blaðsíða 111
Skírnir]
Bleik lauf.
109
heldur eitthvað þar mitt á milli. Hún hafði komizt að
því, að hann var atv.innulaus um þessar mundir, en ann-
ars einhvers konar kennari að menntun. Hún heyrði, að
hann hagaði orðum skynsamlega og leitaðist t. d. oft við að
bera klæði á vopnin, þegar pólitíkin gaus upp við borð-
ið með þvílíkri heift og offorsi, að helzt sýndust horfur
á, að diskarnir mundu fara í mél. En þó að hann færi
hægt, þá virtist hann einn af þeim, sem síga á það, því oft
var það, þegar rifrildisbylnum slotaði, að þá lágu öfg-
arnar sundurtættar í valnum og blakti þá hin stillta og
greindarlega skoðun hans eins og sigurfáni yfir allr.i
flónskunni borðsendanna milli. Og hún gat ekki neitað
því, að framkoma hans hafði undur þægileg áhrif á
hana, og ef til vill leit hún stundum forvitnislega til hans.
En hún varð þess brátt vör, að hann leit ekki síður
til hennar, þvert á móti þutu um hana þessi heitu, ein-
kennilegu leiftur frá augum hans, alltaf og æfinlega,
þegar hún kom í hæfilegan námunda. Og þá fann hún,
eins og áður er sagt, til ofurlítillar andúðar eða tor-
tryggni — fyrst í stað.
Hann tók snemma upp þennan hvimleiða ósið, að
koma ekki að kvöldborðinu fyrr en hinir piltarnir voru
farnir; út af því efni bárust henni megnar umkvartanir
frá stúlkunum: Það var ekki þægilegt að þurfa að bíða
með mat.inn eða halda teinu heitu lengur en lög stóðu
til, þusuðu þær, og það var auðheyrt á öllu, að hann átti
engri kvenhylli að fagna frammi í eldhúsinu.
Hún tók þá málið að sér og flutti það fyrir honum
með kurteislegri umvöndun, en jafnframt þó með ofur-
litlum þykkjueimi.
Hann afsakaði sig á allan hátt og lofaði bót og
betrun í þessu efni, bætti og nokkuð um næstu kvöldin.
En brátt vildi þó sækja aftur í sama horfið. Hann kom
ógjarnan að kvöldborðinu fyrr en hinir piltarnir voru
horfnir á braut. — Og snögglega skildi hún allt: Hann var
á hraðri, óstöðvandi framsókn að hjarta hennar.
Hann Jeitaðist eftir því, með öðrum orðum, að vera