Skírnir - 01.01.1935, Blaðsíða 73
Skírnir]
Tækni og menning.
71
valdi æðra. Rúminu var þrískift til að tákna heilaga
þrenningu, eða sjöskift til að tákna dyggðirnar, eða tólf-
skift til að tákna postulana, o. s. frv. Á myndum voru
menn sýndir misstórir í sömu fjarlægð, eftir því hve
mikilsverðir þeir voru, því að stærðin gaf gildið í skyn.
Eins var um landabréfin. Stærð landa á þeim fór ekki
eftir því, hve stór þau voru í raun og veru, heldur eftir
hinu, hve mikilsverð þau voru -talin.
Á 14.—17. öld varð breyting á þessu. Rúmshlutföllin
urðu stærða- og afstöðuhlutföll. Menn uppgötvuðu lögmái
fjarsýnisins og gerðu myndir sínar samkvæmt þeim. Til
þess þurfti aftur nákvæmari athugun og athylgin beind-
ist meir en áður að náttúruskoðun. Sama kom fram í
landabréfagerð. Þau urðu nú nákvæmari en áður, með
lengdar- og breiddarstigum. Það greiddi fyrir ferðum á
sjó og landi, og með skýrari hugmyndum um rúm og
tíma og hreyfingu óx farfýsin og rannsóknarþráin, er
leiddi til landafunda. Menn fóru jafnvel að hugsa um ný
flugtæki og ný vopn til að yfirvinna fjarlægðirnar. Þetta
nýja viðhorf fekk áhrif í vinnustofum, skrifstofum, í her
og bæjum. Hraðinn óx, stærðirnar uxu. Hugsunin steypti
sér út í rúmið og beindi vængina til flugs. Skáldaflug
talnanna hófst. Tölurnar komust til valda í mælingu tím-
ans, í verzlun, í hernaði; og loks þótti ekki um neitt
vert, nema það yrði tölum talið.
Auðvaldið hófst, er vöruskiftaverzlun
Ahnf auSvaldi- j peningaverzlun með lánstrausti
þjóða á milli, þar sem stöðugt var miðað
við hin sértæku tákn auðsins: gull, víxla, eða stundum
við tómar tölurnar. Slíkt hófst á Norður-Ítalíu á 14. öld,
einkum í Florenz og Feneyjum, og um miðja 16. öld var
tvöfalt bókhald, víxlar, ávísanir og spákaupmennska kom-
ið í svipað lag og nú. Og reikningsaðferð auðvaldsins
ruddi sér braut inn í líf borgarbúanna. Menn sneru hug-
anum frá hinu áþreifanlega til hins óáþreifanlega, frá
beinni fullnægingu lífsþarfanna að fjárgróða. Peninga-
gildi kom fyrir lífsgildi. Viðskiftin urðu sértæk. Pening-