Skírnir - 01.01.1935, Blaðsíða 127
Skírnir]
Höfuðskáld Norðmanna vestan hafs.
125
prýðilega ritfær á enska tungu, en þótti móðurmál sitt
hljómfegurra og léttara í vöfunum, enda lék það í hönd-
um hans.
Rölvaag dó um aldur fram, aðeins hálf-sextugur, 5.
nóvember 1931. Varð hann harmdauði eigi aðeins fjöl-
mennum ættingja- og vinahóp, heldur einnig þúsundum
lesenda og aðdáenda víðsvegar um lönd, því að skáldsögur
hans höfðu verið þýddar á margar tungur. Norðmenn í
Vesturheimi fylgdu þar til grafar höfuðskáldi sínu og
fyrir margra hluta sakir helzta málsvara sínum; norskar
og amerískar bókmenntir, og að vissu leyti heimsbókmennt-
irnar, voru snauðari mikilhæfum ritsnilling; en sú var
málsbótin, að hann hafði, þótt ár hans yrðu færri en æski-
legt hefði verið, auðgað bókmenntir heimalands síns og
kjörlands að lífrænum ritum og snjöllum.
Sonur fátæku fiskimannshjónanna á Hálogalandi, sjó-
maðurinn, sem flutzt hafði vestur um haf, menntunarlítill
og með t.vær hendur tómar, hafði séð drauma sína rætast
langt umfram það, sem hann hafði dirfzt að láta sér í hug
koma. Heimsfrægð hafði fallið honum í skaut; margs kon-
ar heiðursviðurkenningar höfðu hlaðizt að honum á síðari
árum hans. En hann hafði einnig lagt mikið í sölurnar,
háð stríð við skilningsskort og ýmis konar andstreymi.
Mestu varðaði það þó, að hann hafði reynzt köllun sinni
trúr, ekki hvikað frá settu marki.
Æfintýrið norska um son karls í koti — Askeladden —
hafði orðið að áhrifamiklum virkileika í æviferli og afrek-
um Rölvaags. Hann hafði eignazt kóngsdótturina og ekki
aðeins eitt — heldur mörg konungsríki.1)
1) Við samning þessa æviágrips Rölvaags hefi eg einkum
fylgt frásögninni í grein Lincoln Colcords, „Rölvaag The Fisher-
man Shook His Fist at Fate“, í The American Magazine, marz, 1928,
og inngangsritgerð sama höfundar að ensku þýðingunni á skáldsög-
unni Giants in the Earth (I de Dage og Riket grundlægges), 1927;
en þær eru báðar byggðar á frásögn Rölvaags sjálfs, hin fyrst-
nefnda að miklu leyti í eigin orðum hans. Auk þess hefi eg stuðzt
við bein samtöl við hann, því að við vorum um tveggja ára skeio
samkennarar við St. Olaf College.