Skírnir - 01.01.1935, Blaðsíða 14
12
Matthías Jochumsson.
[Skírnir
stúlka, þótt þau væru ekki rík. Ef tóan hafði tekið ein-
asta lambið unglingsins, þá kom faðir hans til. Hér heima
kom mest út af guðsorðabókum. Rímnaöldin var að hverfa
úr þjóðlífinu. — Við lásum með elju, hrifningu og aðdáun
bækur Páls Sveinssonar. Svo komu íslenzkar þjóðsögur.
Þessar bækur urðu svo gleði, og þjóðarstolt allrar hinn-
ar ungu kynslóðar.
Kvöld eitt í Höfn sátum við nokkrir ungir menn aö
sumbli, og þar var Páll Sveinsson líka. Hann var höfð-
inglegur maður í sjón. Hann var hár og hraustlegur, en
ekki feitur, og svaraði sér vel. Andlitið var stórt og fyrir-
mannlegt. Húðin dimm. Ennið var hátt og gáfulegt, og
bak við það sýndist mér að mundi búa vilji — þessi vilji,
sem jafnframt er vegurinn fram á leið. Málrómurinn var
sterkur, en maðurinn fremur fáorður. Hárið var mikið
og farið að grána. Skeggið var tvíklofið alskegg, en hið
virðulegasta. Maðurinn var þreytulegur, annaðhvort eftir
erfitt dagsverk, eða áhyggjusama æfi. — Hann drakk að-
eins brennivín.
Þegar við skildum um kvöldið, þótti mér að við hefð-
um setið með einhverjum þeim mesta menningarfrömuði,
sem landið hefur átt.
Dr. Guðbrandur Jónsson segir í útvarps-
Mikiar fynr- fyrir]esfr] um sjra j5n Þorláksson á Bæg-
ætlanir v
isá, að hann hefði aldrei orðið þjóðskáld
fyrir kvæði sín og vísur, ef hann hefði ekki þýtt Messías
og Paradísarmissi. Eg veit ekki, hvernig M. J. hefir litið
á málið, en í kvæðinu „Leiðsla“ klifrar hann upp gil, urð-
ir og kletta, þangað til hann kemst upp á fjallstindinn.
En þar segir hann:
Eg andaði himinsins helgasta blæ
og minn hugur svalg voðalegt þor.
Eg hygg, að bókaútgáfur Páls Sveinssonar hafi
vakið M. J. til að gera nú sem mest stórvirki í íslenzkum
bókmentum, og að hann hafi fundið hjá sér kraftana til
þess. Um 1870 hefir sú áætlun verið hér um bil búin.