Skírnir - 01.01.1935, Blaðsíða 173
Skírnir]
Abessinía.
171
sér að ná yfirráðum yfir Abessiníu að meira eða minna
leyti. Þeir eiga víðáttumikil landflæmi meðfram Rauða-
hafi og Indlandshafi, en það eru þurr lönd og ófrjósöm og
ítölum lítilsvirði, nema þeir fái einnig hið frjósama upp-
land Abessiníu. Hér kemur líka annað til greina. Ítalía
er lítið land og ofhlaðið af fólki. Ibúunum fjölgar ört, og
stjórnin er í vandræðum með, hvað hún á að gera við
fólkið, en í hálendum Abessiníu er nægilegt rúm fyrir 2
—4 milljónir ítalskra borgara. Auk þess mundu Italir hafa
mikinn verzlunarhagnað af því, að Abessinía yrði ítölsk
nýlenda, — en dýr mundi þó sú herferð verða.
En svo er annað mál, sem nokkuð hefir verið rætt í
útlendum blöðum upp á síðkastið. Getur Abessinía haldið
áfram að vera sjálfstætt ríki framvegis? Þarf það ekki
að fá andlegan og fjárhagslegan stuðning einhvers stór-
veldisins? Ríkið er enn að miklu leyti með miðaldasniði.
Mestur hluti þjóðarinnar er ólæs og kann lítt til vinnu.
Umfram allt skortir hana peninga. Stórkostleg mannvirki
eru fyrirhuguð, en bæði skortir fjármagn og kunnáttu til
framkvæmda. Aftur benda aðrir á, að Abessiníumenn geti
tekið Japana sér til fyrirmyndar og tileinkað sér á skömm-
um tíma vísindi og verklega kunnáttu Evrópumanna. En
hér er ólíku saman að jafna. I Abessiníu býr hraust þjóð,
stolt og riddaraleg, en hana virðist skorta verkhyggni,
námslöngun, samheldni og verzlunarvit japönsku þjóðar-
innar. Svo er landslega Japans allt önnur. Landið er lítið,
frjósamt og þéttbýlt og liggur við opnu hafi, en Abess-
inía stórt og strjálbyggt, innilokað fjalllendi.
Hvað sem um þetta má segja, þá er það víst, að ör-
lög Abessiníu hvíla nú í höndum keisarans. Hann hefir
meiri völd og virðingar í landinu en nokkur fyrirrennari
hans hefir haft. Hann er ennfremur hámenntaður maður,
sem hefir það mest áhugamál að efla andlega og efna-
lega velferð þegna sinna. Það mun bráðlega verða úr því
skorið, hvort honum tekst að bjarga ríkinu gegnum þá
storma, er nú ógna sjálfstæði þess.