Skírnir - 01.01.1935, Blaðsíða 60
58
Dr. Hannes Þorsteinsson.
[Skírnir
þurfa að rjúfa þing, ef frumvarp til breytinga á stjórnar-
skránni væri samþykkt, nema stjórnin væri málinu hlynnt.
Var dr. Valtýr Guðmundsson flutningsmaður þessa frum-
varps, og var það upphaf „Valtýskunnar". Var frumvarp
þetta fellt. Á næsta þingi, árið 1899, bar dr. Valtýr fram
nýtt frumvarp, og fór það lengra en fyrra frumvarpið að
því leyti sem fsland skyldi nú fá sérstakan ráðherra, er
skilja skyldi og tala íslenzka tungu, en búsettur átti hann
að vera í Kaupmannahöfn. Þetta frumvarp féll og. En
meira fylgi fékk þetta frumvarp en hið fyrra. Skiptust
menn nú í tvo harðvítuga flokka: Heimastjórnarmenn og
Valtýinga. Dr. Hannes gerðist með blaði sínu einn helzti
málsvari Heimastjórnarmanna, en Björn Jónsson með sínu
blaði, ísafold, áhrifamesti maður Valtýinga. Eldu þeir
ándbýlingarnir, dr. Hannes og Björn, grátt silfur um hríð
út af málum þessum og ýmsu fleira.
Árið 1901 voru almennar alþingiskosningar. Var dr.
Hannes þá fyrsta sinni kosinn á þing, fyrir Árnessýslu.
Á þingi það ár var frumvarp Valtýinga loks samþykkt. Á
þessu þingi báru Heimastjórnarmenn, þar á meðal dr.
Hannes, annað frumvarp fram í neðri deild. Eftir þessu
frumvarpi áttu ráðherrar að vera tveir, annar búsettur
í Reykjavík. Skyldi hann tala og rita íslenzka tungu. En
hinn skyldi vera búsettur í Kaupmannahöfn. Þeir áttu að
bera ábyrgð gagnvart alþingi og landsdómur átti að dæma
mál á hendur þeim. Þetta ár tóku vinstrimenn við stjórn
í Danmörku. Sendi Heimastjórnarflokkurinn Hannes Haf-
stein þá um haustið til Danmerkur til viðtals við danska
ráðherra. Árangurinn af þeirri för varð stjórnarskrár-
frumvarpið, er upp var borið af hendi stjórnarinnar á
aukaþinginu 1902. Eftir því átti Islandsráðherra að vera
einn og búsettur í Reykjavík, en bera skyldi hann mál ís-
lands upp í ríkisráði Danmerkur. Var þetta frumvarp sam-
þykkt óbreytt bæði 1902 og 1903. Var dr. Hannes stuðn-
ingsmaður þess, enda var blað hans aðalstuðningsblað
hinnar nýju stjórnar (Hannesar Hafsteins), eins og kunn-
ugt er, þangað til Lögrétta var stofnuð. Landvarnarflokk-