Skírnir - 01.01.1935, Blaðsíða 133
Skírnir]
Höfuðskáld Norðmanna vestan hafs.
131
in the Earth og fór sigurför um hinn enskumælandi heim.
Höfundurinn varð í skjótri svipan víðfrægur maður, því
að enska þýðingin seldist í tugum þúsunda; sama ár kom
bókin út í sænskri, finnskri og þýzkri þýðingu; síðan hafa
enn aðrar þýðingar bætzt í hópinn, og hvarvetna hefir rit
þetta hrifið hugi manna og vakið þá til umhugsunar.
En því hefir skáldsaga þessi orðið svo víðförul, vinsæl
og áhrifamikil, að hún er bæði frumleg og snilldarleg.
Meistaralega lýsir Rölvaag hér tvískiptingunni í eðli
þeirra, sem leita brott úr heimahögum í nýtt umhverfi.
þó á mismunandi stigi sé hjá þeim: útþránni annars vegar,
heimþránni hins vegar. En upp af árekstri þessara and-
stæðu kennda sprettur sá sársauki, sem þráfaldlega varp-
ar skugga á lífsgleði heimanfluttra landnema og dregur úr
sigurfögnuði þeirra. Enn þá eftirminnilegri verður lýsing
Rölvaags þó fyrir það, að honum kom það snjallræði í
hug, að klæða þessi andstæðu sálarlífsöfl holdi og blóði í
höfuð-sögupersónum sínum: útþrána í Per Hansa, sem
djarfhuga og í fullu sjálfstrausti heldur út í óvissuna; átt-
hagaþrána í Beret konu hans, viðkvæmri og hóglyndri, sem
nýbyggðin, í nekt sinni og ömurleik, skelfir og lamar.1)
Vissulega er hér um grundvallaratriði að ræða og
meginþátt í umræddri skáldsögu Rölvaags, en fleira gerði
hana stórum frábrugðna öðrum skáldsögulýsingum á lífi
brautryðjenda. Þeim skáldsöguhöfundum, sem tekið höfðu
sér fyrir hendur að lýsa landnemalífi í Vesturheimi, hafði
verið allt of gjarnt til að sveipa það dýrðarblæju róman-
tísks glæsileiks og hetjudáða, en gleyma sársaukanum,
sorgunum og sjálfsfórninni, af hálfu frumbyggjanna, sem
landnámið kostaði. En það er hið mikla hrós Rölvaags og
jafnframt hið frumlegasta í viðhorfi hans við söguefni
sínu, að hann ritar lýsingar sínar á landnema- og inn-
1) í kjarnorðri minningargrein sinni um Rölvaag, „Ole Ed-
vart Rölvaag", í Tlic American-Scandinavian Rcview, janúar 1932,
hefir Hanna Astrup Larsen, sem sjálf er alin upp í norskri ný-
byg’gð vestan hafs, dregið sérstaka athygli að þessari hlið sögunnar.
9*