Skírnir - 01.01.1935, Blaðsíða 194
192
Þing Þórólfs Mostrarskeggs.
[Skírnir
Augljóst virðist af Eyrbyggju, að þessi tvennskonar
notkun á nafninu Þórsnes, hafi enn tíðkazt snemma á 13.
öld, er sagan var færð í letur. Höfundurinn, sem er ná-
kunnugur í Helgafellssveit, kannast bæði við það, að land-
ið allt fyrir utan Hofsvog og Vigrafjörð er nefnt Þórsnes,
og að annað nes minna, norðanvert við Hofsvog, var einn-
ig nefnt því nafni. Sagnir voru þá um það í sveitinni, að
á þessu síðarnefnda nesi hefði Þór komið á land með önd-
vegissúlur landnámsmannsins, og að þar hefði Þórólfur
Mostrarskegg sett þing sitt.
Þetta síðarnefnda örnefni er nú týnt og gleymt, en
á síðari öldum hefir það verið almenn skoðun, að þing
Þórólfs hafi verið háð í svonefndu Haugsnesi, sem er lítið
nes, er gengur út í Hofstaðavog norðanverðan, spölkorn
fyrir utan bæinn á Hofstöðum. Þessi skoðun styðst að
nokkru leyti við frásögn Eyrbyggju. Hún segir, að þing-
staðurinn hafi verið svo mikill helgistaður, að Þórólfur
„vildi með engu móti láta saurga völlinn, hvárki í heiptar-
blóði, ok eigi skyldi þar álfrek ganga, ok var haft til þess
sker eitt, er Dritsker var kallat“. Fyrir framan Haugsnes
er einmitt sker, sem gengt er í um fjöru, og kallað er Drit-
sker. Sé þetta örnefni fornt og sé þessi sögn rétt, þá sýn-
ist þetta taka af öll tvímæli um það, hvar þingstaðurinn
hafi verið.
Um það verður vitanlega ekkert sagt með vissu, hvort
skýring sögunnar á örnefni þessu sé rétt. Hugsanlegt er,
að hún sé ekki annað en þjóðsaga. Á hinn bóginn verður
eigi heldur fullyrt, að hún sé röng. Það er alkunnugt, að
þingstaðir nutu sérstakrar helgi og voru griðastaðir. Það
er einnig alkunnugt, að trú á landvættir var mjög rík hér
á landi í heiðni. Má því geta þess nærri, að menn hafa
viljað forðast að styggja vættir þess staðar, er þing voru
háð á, eða fæla þær í burtu. Orðið álfrek, þ. e. það sem
rekur álfa, fælir landvættir á brott, skýrir sig sjálft.
Menn hafa trúað því, að slík saurgun á staðnum fældi
landvættirnar á brott. Að skerið hafi verið ætlað til þessara
þarfa fær stuðning af því, að sú var skoðun manna að