Skírnir - 01.01.1935, Blaðsíða 240
238
Ritfregnir.
[Skírnir
argóðu ritgerð Matthíasar í enslcri þýðingu, þar sem hún er einkar
handhægt yfirlit yfir það, sem mestu máli skiptir í sambandi við
Vínlandsfund Islendinga hinna fornu. Hefir höfundur auðsjáan-
lega kynnt sér hið merkasta, sem um þetta mál hefir verið ritað,,
fer sem vera ber beint til heimildaritanna sjálfra, en notfærir sér
einnig drjúgum rannsóknir og tilgátur hinna sérfróðustu manna
um þessi efni, þó hann bæti ýmsu við frá sjálfum sér. Er niður-
stöðum hans mjög stillt í hóf. En það hefir viljað brenna við hjá
sumum þeim, sem um Vínlandsferðirnar hafa ritað, að kapps hefir
gætt meir en fræðimennsku, ágizkana meir en rökstuddra ályktana.
Þýðingin er læsileg og mjög sómasamlega af hendi leystr
enda mun hún ekki hafa tapað á því, að komast í hendurnar á Hall-
dóri prófessor Hermannssyni, sem annaðist ensku útgáfuna. Þá
eykur það á gildi hennar, að Vilhjálmur Stefánsson norðurfari hef-
ir ritað fjörugan og rækilegan inngang að henni. Vegur hann þar
sniðuglega, eins og honum er lagið, að þeirri kenningu, sem ofar-
lega hefirverið á baugi fram á síðari ár, að víkingarnir norrænu hafi
einungis verið menningarsnauðir grimmdarseggir; annars er inn-
gangsritgerð hans aðallega gagnorð lýsing á fundi íslands og land-
námi þar, en jafnhliða vikið að Grænlandsfundi íslendinga.
Nokkur landabréf og margar ágætar myndir (sem ekki voru í
frumritinu) gera þýðinguna enn eigulegri og gagnlegri en ella, og
hún er hin prýðilegasta að öllum frágangi. En slíks er aðeins að
vænta, þegar í minni er borið, að hún er gefin út af sjálfu Land-
fræðisfélaginu ameríska (American Geographical Society). Hún
er öllum þeim til sóma, sem studdu að útgáfu hennar, og íslenzku
þjóðinni til gagns út á við.
Birger Nerman: The Poetic Edda in the light of Archaeology-
Coventry (The Viking Society for Northern Research, Extra Series,
Vol. IV) 1931. VII -j- 94 bls.; mikill fjöldi mynda.
Dr. Birger Nerman, hinn kunni sænski fornfræðingur og sagn-
fræðingur, rannsakar i riti þessu Eddukvæðin frá sjónarmiði forn-
fræðinnar með það fyrir augum, að kveða nánar á um aldur þeirra.
Mun mega fullyrða, að hann hafi tekið til ítarlegrar meðferðar
allar þær upplýsingar fornfræðilegs eðlis, sem kvæðin geyma, enda
er margvíslegan fróðleik að finna í skýringum hans og rökræðum a
þeim atriðum, og bók hans í heild sinni hin fróðlegasta. Kaflinn
gagnorði (bls. 12—17) um gull og silfur á Norðurlöndum á járn-
öldinni er t. d. bæði stórfróðlegur og i alla staði ágætur.
Aðalefni ritsins er þó auðvitað fornfræðileg rannsókn höfund-
ar á sjálfum Eddukvæðunum (bls. 18—58). En þó vandlega sé hér
gengið til verks og fræðimannlega, er því ekki að neita, að forn-
fræðilegar upplýsingar í kvæðum þessum eru stórum minni að