Skírnir - 01.01.1935, Blaðsíða 132
130
Höfuðskáld Norðmanna vestan hafs.
[Skírnir
nýstárlegt að kynnast lífi og háttum frænda sinna vestan
hafs; en saga þessi og framhald hennar gerast í nýbyggð-
um Norðmanna í Suður-Dakóta, þar sem höfundurinn hafði
dvalið árum saman; byggði hann bæði á eigin reynslu og
frásögnum frumbyggjanna, þó að hann fyllti auðvitað í
eyðurnar með skapandi skáldgáfu sinni, en gerði sér jafn-
an allt far um að vera sem trúastur raunveruleikanum í
atburða- og persónulýsingum, enda hefir honum tekizt það
með afbrigðum vel. Ýtti það undir hann að semja söguna,.
sem honum hafði árum saman verið hugleikið að færa í
letur, að landi hans, sagnaskáldið víðfræga, Johan Bojer,.
kom vestur um haf vorið 1923 til þess að viða að sér efni
í skáldsögu um norska innflytjendur í landi þar; var Röl-
vaag þess sannfærður, að sá einn gæti sagt innri sögu
landnemanna og afkomenda þeirra, skyggnzt undir yfir-
borðið, sem hafði eins og þeir reynt hvað það er, að flytj-
ast úr átthögum sínum í annarlegt umhverfi, og á þann
hátt eignast horf þeirra við lífinu. Hefir hann öfluglega
sýnt í verki, að hann hafði í því efni laukrétt fyrir sér,
þó að margt sé annars ágætlega um skáldsögu Bojers um
Norðmenn vestan hafs, Vor egen Stamme.1) Ritdómarar
í Noregi áttuðu sig einnig fljótt á því, er þeim barst þessi
skáldsaga Rölvaags, að þar var tekið fastari og frumlegri
tökum á viðfangsefninu, en þeir höfðu átt að venjast, og
luku því óspart lofi á hana. Höfundurinn hafði með henni
unnið mikinn sigur í heimalandi sínu, en fjöldi landa hans
vestan hafs lét sér hins vegar fátt finnast um þessa
snilldarlegu og stórfelldu skáldsögu hans; lýsingin var ekki
nógu fegruð frá þeirra sjónarmiði, of einarðlega horfzt
í augu við kaldan virkileikann.
Tveim árum eftir að sagan var prentuð í Noregi
(1927), kom hún út í enskri þýðingu undir heitinu Giants
1) Sjálfur hefir höfundurinn skrifað ítarleg'a og stórmerki-
lega frásögn um tilorðning þessarar skáldsögu sinnar í greininni
„Giants in the Earth“, í The Editor, 6. ágúst 1927, og hefir henni
verið fylgt hér.