Skírnir - 01.01.1935, Blaðsíða 19
Skírnir]
Matthías Jochumsson.
17
Lárvi'ðarskálcli'S
heima á Akur-
eyri.
ingnum horfinn, og Kotzebue komst að þeirri niður-
stöðu, að annaðhvort hefði þetta verið djöfullinn sjálfur,
eða Goethe. Ef einhver okkar hefði fyrir mannsaldri rek-
izt á mann með slíkri snilld, og ekki þekkt hann, þá hefði
líklegast verið getið upp á því, að þetta væri annaðhvort
Benedikt Gröndal, eða Matthías Jochumsson.
Við Einar Hjörleifsson Kvaran fórum
norður á Akureyri 1901, og var báðum
sérstaklega í mun að ná í M. J. Við
gerðum það, og hann heimsótti okkur á
gistihúsinu. Hans síðasta áætlunarverk var að þýða
Svíasögur Zakkaríusar Topelíus, heil 6 bindi, sem mun
hafa verið flýtisverk á köflum. Hann samdi Aldamóta-
leik sinn á hinni fegurstu íslenzku, sem skrifuð verður.
19. öldin á miklar þakkir að okkur, en hitt er óvíst, hvort
20. öldin leysir inn nokkurn þann víxil, sem við höfum
hugsað okkur, að gefinn yrði á hana. Framan við alda-
mótaleikinn var mynd af skáldinu — auðsjáanleg mót-
mæli á móti- nefinu. Sjötugur orti hann eitt af ódauðleg-
ustu kvæðunum sínum:
„Guð minn Guð, eg hrópa
gegnum myrkrið svarta;
líkt sem út úr ofni
æpi stiknað hjarta“.
Það kvæði sýndi, að lárviðarskáldið stöð enn á hæsta
tindi ljóðlistarinnar sjötugur.
Einn daginn, sem eg var á Akureyri, kemur lárvið-
arskáldið til þess að fá mig út með sér í heimsóknir. Þá
var fertugasti og sjöundi afmælisdagur frú Rannveigar
Laxdal, og eg hafði kynnzt henni fyrir 29 árum. Frú
Laxdal hafði verið heilsutæp löngum, og leit þó betur
út 47 ára en áður. Þessi ágæta frændkona Jónasar Hall-
grímssonar tók með afbrigðum vel á móti okkur, og
mundi glöggt viðkynningu hennar og mína fyrir 29 ár-
um. Lárviðarskáldið lét ekki þar við staðar numið.
Hann lét mig heimsækja með sér Önnu Stephensen
2