Skírnir - 01.01.1935, Blaðsíða 78
76
Tækni og menning.
[Skírnir
atriðin, sem voru eins fyrir alla. Þessi aðferð hefir reynzt
náttúruvísindunum v,el. Hún varð skóli í nákvæmri at-
hugun og skarpri hugsun og hún varð grundvöllur ótelj-
andi uppfyndinga og uppgötvana; en hún varð jafn-
framt til þess, að menn sneiddu hjá hinum flóknari við-
fangsefnum tilverunnar og töldu það allt óverulegt og
huglægt, sem hún náði ekki til. Sú mynd, sem hún gerði
af heiminum, var ekki af veruleikanum sjálfum í fyll-
ingu sinni, heldur af dauðum heimi efnis og hreyfingar,
eins konar beinagrind veruleikans. Vélin ein samsvar-
aði þeirri mynd, er vísindin höfðu gert af heiminum;
hún kom miklu b.etur heim við skilgreiningu þeirra á
„veruleika“ en lifandi líkamir. Þegar svo var komið,
gátu vélarnar aukizt og margfaldazt.
,. fékk nú byr undir báða vængi. Það varð
heilög skylda að gera sem flestar upp-
fyndingar. Á 18. öldinni voru félög stofnuð í þeim til-
gangi. Þau predikuðu fagnaðarboðskap vinnunnar, rétt-
lætingu af trúnni á vélfræði, og sáluhjálp af vélum.
Tæknin hreif á ímyndunaraflið og menn tóku fegins-
hendi við öllu vélunnu. Margt gott spratt af uppfynd-
ingunum, en margar þeirra voru gerðar án tillits til
þess, hvað var gott. Ef menn hefðu fyrst og fremst haft
gagnið fyrir augum, mundu uppfyndingar hafa verið
örastar í þeim efnum þar sem þörf manna var mest, svo
sem í fæði, klæðnaði, húsagerð; en þó að nokkrar fram-
farir yrðu í þeim efnum, nutu bændabýli og almenn
íbúðarhús miklu seinna góðs af hinni nýju tækni en
hernaður og námugröftur. —
Vér höfum nú litið á hinn andlega og félagslega
jarðveg, sem vélamenning síðustu alda óx í, og víkjum
svo að nokkrum þeim öflum, er veittu henni mestan vöxt
og viðgang.
... ... Eitt einkenni þess atvinnuvegar er, að
iNamugroftur. .
gróðinn er löngum óviss og svarar ekki
allt af til þeirrar fyrirhafnar og leikni, er lögð hefir ver-
ið í sölurnar. Þar er, einkum í fyrstu, mikið undir happi