Skírnir - 01.01.1935, Blaðsíða 148
140
Gamanbréf Jónasar Hallgrímssonar.
[Skírnir
menja söfnuninni — fyrir þrifum. Þá verður og staða
þáttarins ljós: að efni til er hann rammíslenzkur með
haugbroti og draug, sem kveður vísur, að fornum sið, að
andanum er hann í ætt við aðrar ádeilur Jónasar, sem
annars eru náskyldar ádeilum H. Heines, eins og strax
skal sýnt.
Þeir Fjölnismenn höfðu þýtt niðurlagið af ferðasög-
um „Hænis“ (Reisebilder II eftir H. Heine) og skellt í
fyrsta árgang Fjölnis. Niðurlagið, þar sem Heine í lílci
fíflsins Rósaknúts knýr hurðir dýflissunnar og boðar þjóð
sinni — í líki keisarans — frelsi byltingarinnar í París.
Auðvitað átti þessi boðskapur frelsisins ekki síður erindi
til íslands; en íslendingar botnuðu lítið í vitleysunni um
Rósaknút og keisarann, enda þótti Tómasi Sæmundssyni
vanta „bendingu til, hvað hans meining mundi vera með
þessu undarlega málfæri, [sem sé] að sneiða þýzku póli-
tíkina, og svo nokkuð hversu því vék við".1) En þótt
heimalandinn skildi Heine illa, þá var öðru máli að gegna
um Hafnarlanda. Þeir Konráð og Jónas voru stórhrifnir,
og Jónas sýndi það síðar, að honum hafði í merg runnið
ritháttur Heines, er hann skrifaði ádrepur sínar um stjórn-
mál og menningu eins og Klauflaxinn, Að tyggja upp á
dönsku og umfram allt hið fræga bréf um Alþing (13. júlí
1841), þar sem ádeilan er eins bitur og hún er listilega
gerð.
Svo eru æfintýri Jónasar. Fífill og hunangsfluga er
eins og kunnugt er skrifað í stíl Andersens, en Leggur og
skel er bein stæling eftir honum. „Látið þið hann Andra
minn vera“, sagði Jónas, þegar hann heyrði hnýtt í Ander-
sen, hann kunni að meta snillinginn löngu áður en hans
eigin landar vildu við hann kannast. En auk þess að stæla
æfintýri Andersens, gerði Jónas sér og far um að ná stíl
hinna þýzku rómantísku æfintýra. Þeir Fjölnismenn höfðu
tekið Eggert Glóa eftir Tieck í fyrsta árgang Fjölnis til
mikillar undrunar fyrir landa sína, sem ekki skildu þetta
1) Bréf Tómasar Sæmundssonar, bls. 155.