Skírnir - 01.01.1935, Blaðsíða 210
208
Þing Þórólfs Mostrarskeggs.
[Skírnir
eyjar“, þegar farið er til eyja þeirra, er liggja norðvestur frá
landi, og liggja undir jörðina.
Þá er það og að fyrir kemur, að reki kemur á land í Jóns-
nesi, en þess veit enginn dæmi, að nokkuð hafi rekið í Haugsnesi,
enda má segja, að Hofstaðavogur sé lokaður af eyjum, sem liggja
fyrir og í mynni hans“.
Rannsókn þessi sýnir það, að nú eru eigi sjáanlegar
neinar þær menjar í Jónsnesi, er sýni, að þar hafi að
fornu verið háð þing. En þetta er engin sönnun fyrir hinu
gagnstæða, bæði vegna landbrotsins, er átt hefir sér stað
þar út frá, og vegna þess, að þúsund ár eru liðin síðan
þingið var flutt af fyrsta þingstaðnum og margar menjar
geta hafa máðst af á svo löngum tíma. Hinsvegar hefir
ekkert komið fram við rannsókn þessa, er mælir móti því,
að þingstaðurinn hafi verið í Nónnesi. Þvert á móti má
segja, að fram hafi komið dálitlar líkur fyrir því, að þing-
ið hafi verið þarna, þó veigalitlar séu, skerið, sem gæti
verið hið rétta Dritsker, naustið forna, sem að líkindum
hefir verið notað af öðrum en bóndanum í Jónsnesi, og þó
einkum það, að Nónnes sýnist frá náttúrunnar hendi vel
fallið til þingstaðar og betur miklu en Haugsnes.
Um skipulag og störf þessa fyrsta þings, sem sögur
fara af, að háð hafi verið á íslandi, eða hverjir hafi sótt
það, vitum vér ekkert með vissu. Eins atburðar er getið,
sem ef til vill hefir gerzt á þessu þingi. Það er víg Vé-
bjarnar Sygnakappa og þriggja manna annarra, sem féllu
þar um leið.1) Sturlubók segir, að þessi atburður hafi
gerzt á fjórðungsþingi í Þórsnesi, en Hauksbók, að hann
hafi gerzt á „Þingeyjarþingi í Dýrafirði“, væntanlega rit-
villa fyrir „Þingeyrarþingi". Líklegt er, að þessi atburður
hafi gerzt áður en alþingi var sett, og löngu hefir hann
gerzt fyrr en fjórðungsþing væru sett. Það er því eitt-
hvað málum blandað, er þingið er nefnt fjórðungsþing-
Hafi atburður þessi gerzt í Þórsnesi, þá hefir það verið
á hinu forna héraðsþingi þar, og sögn þessi sýnir þá, að
1) Landnáma, kap. 198.