Valsblaðið - 24.12.1967, Side 4

Valsblaðið - 24.12.1967, Side 4
2 VALSBLAÐIÐ SEMl, AUÐMÝKTAR, FÓRNFÝSl og TRÚ- MENNSKU kemst enginn íþróttamáSur langt á framabraut sinni. Og þar mœtti einnig bœta við, að án virðingar og metnaSar gagnvart þjóS sinni og œttjörð ásamt stöðugu þolgæði öllum mætti œðra, verða sigrar lítilsvirði og sjaldgæfir. tslenzkir íþróttamenn hafa allir verið stoltir af landi sínu og þjóð og viljað gefa því dýrðina. Allt frá Kjartani Ólafssyni frá Hjarðarholti og Gunnlaugi ormstungu til Jóhannesar Jósefssonar og Alberts Guð- mundssonar, hafa íþróttamenn Islands einmitt borið hróSur síns lands fram undir merkinu „tslandi allt“. Kirkjan varð arftaki hinnar grísku fegurðardýrk- unar, sem vissi hina æðstu fegurð í fögrum líkama og hreinni sál. Kostir íþróttaæskunnar voru yfirfœrðir á andleg- an þroska kristinnar œsku, skrúðgöngur íþróttalífsins urðu helgigöngur kristinnar kirkju. Stundum gleymdist líkamleg þjálfun og líkamleg- ur þróttur og þótti jafnvel lítilsvert í samanburði við hinn andlega, þegar tímar liðu. En alltaf kom í Ijós, að þetta tvennt varð að fylgj- ast að. Andlegur þroski og líkamleg þjálfun og þrótt- ur varð ekki aðskiliS hjá heildinni, þótt einstaka ein- staklingar kæmust langt án þess að hugsa um hvort- tveggja. Vegurinn til þeirrar fullkomniiruir kristins manns, sem heldur jól í fegurstu merkingu, sú fullkomnun, sem Kristur talar um sem ímynd guðlegs þroska, liggur um það einstigi, sem nefnt hefur verið: „Heilbrigð sál í hraustum líkama“. Þetta verður ekki áSskilið án taps. Þe$s \p#gp(i<,\erHníþ>\6ttir svo mikils virði. Þegar þetta gleymdist og óhóf og nautnir höfðu hina fornu Grikki á valdi sinu, gátu synir og sonar- synir ekki valdið þeim íþróttatœkjum, sem feður og afar höfðu varpað milli sín og glötun frœgðar og snilli varð glötun frelsis og lífshamingju. Þegar munkar og helgir menn gleymdu líkams- rækt sinni og fyrirlitu daglega umhirðu, hreyfingu og líkamlega vinnu urðu þeir einnig andleg dusil- menni, sem leiddu jafnvel sjálfa kirkju Krists afleiðis. Þess vegna þarf íþróttaæskan íslenzka áð standa vörð við vöggu hvers barns, ef svo mætti segja og varna þeim vanda sem misrœrni í uppeldi líkama og sálar getur haft í för með sér. Og aldrei er íþróttaæskan fegri en á vegum Krists. Nefnum þar enn einn foringjann. Kristur og Páll postuli hafa þegar verið taldir forvígismenn á full- komnunarleið. En var þáð ekki œskulýðsleiðtoginn: Séra Friðrik Friðriksson, sem stofnáði íslenzka íþróttafélagið Val og gaf því blessun sína og starf í þeirri fullu vissu, þeim djúpa skilningi að fátt veitir ungu fólki meiri andlegan þrótt og fegurð en drengilegt íþróttalíf. Og hann mundi hafa óskað áð unnt yrði að segja um hvern íslenzkan ungling orðin, sem Kristur sagði um einn af sínum ágætu lœrisveinum: „Sjá, þarna er Islendingur, sem engin svik verða fundin í“. Rezta jólagjöfin, sem íslenzk íþróttaœska getur gef- ið œttjörð sinni nú og ævinlega verður fólgin í orð- um viturs manns, sem sagði við ungan vin sinn að skilnaði: „Hváð sem þú vinnur í verki eða leik, þá verðu þér öllum t.il“. Reyndu á kraftana, hlífðu þér ekki, sláðu ekki und- an við augnablikslanganir og áðstœður. Stefndu heill og sannur að marki sóma þíns, hvort sem það kallast leikur eða starf, sem beita þarf kröftum við. „Fram á lýsandi leið, sé þér litið í trú, þar sem Ijómandi takmark þér skín“. Hátíð Ijóssins boðar vonir og vor. Áfram með sól- inni. Gléðileg jól. Árelíus Níelsson. KNATTSPYRNUFÉLAGID VALUR Óskar öllum félögum sínum, vinum og keppinautum FARSÆLS NÝÁRS Hittumst öll heil á nýju ári í leik og starfi fyrir hugsjón íþróttahreyfingarinnar.

x

Valsblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.