Valsblaðið - 24.12.1967, Page 14

Valsblaðið - 24.12.1967, Page 14
12 VALSBLAÐIÐ Valsfélagargefiðgaum að,,, Margskonar eru þeir erfiðleik- ar, sem steðja að frjálsu félags- lífi og margvíslegur er sá vandi, sem ber þeim að höndum, sem starfa að félagsmálum, og þá ekki sízt íþróttamálefnum. Bera þar erfiðleikarnir oftast að sama brunni — fjárskortinum. En pen- ingarnir eru nú einu sinni afl þeirra hluta sem gera skal. Fjár- vana fyrirtæki, hvort heldur eru félög eða önnur, er skapaður sá þröngi stakkur, sem torveldar framkvæmdir og dregur úr eðli- legri þróun. Félag vort, Valur, með sína margþættu starfsemi, er hér engin undantekning. Fjárskortur- inn er yfirleitt sá þrítugi hamar, sem hvað erfiðast er að klifa. Fyrir rúmu ári síðan tók Valur að sér umboð fyrir Tryggingamið- stöðina h.f. í þeim tilgangi að drýgja nokkuð rýrar tekjur sínar með þeim umboðslaunum, sem fé- lagið fengi fyrir það að útvega tryggjendur. Nokkurn fjárhags- legan árangur hefur þetta borið, en það þarf að herða róðurinn á þess- um miðum, því það hefur sýnt sig, að með auknum krafti er þarna fengs von, sem verulegur fjár- hagsstuðningur gæti orðið að fyrir félags- og íþróttastarfið í heild- Það eru því eindregin tilmæli stjórnar félagsins til allra Vals- félaga, að þeir bæði beini trygg- ingum sínum til umboðs Vals hjá téðu tryggingafélagi, og fái aðra til að gera það einnig. Meðal ann- ars bifreiðatrygginga, en þá þarf að segja upp fyrri tryggingum fyrir 1. febr. ár hvert, svo og öðrum tryggingum, sem um gæti verið að ræða. Nánari upplýsingar í þessu sam- bandi er að fá hjá formanni fé- lagsins og formönnum deildanna í félagsheimili Vals að Hlíðarenda. Stjórn Vals. 3. flokkur B, Iíeykjavíkur- og miðsumarsmeistarar. Fremri röð frá vinstri: Ólafur Magnússon, Sigurður Svavar Sigurðsson, Jafet Ólafs- son, Guðgeir Friðjónsson, Þórður Hilmarsson. Aftari röð: Elías Hergeirsson, form. knattspyrnud., Snorri Guðmundsson, fyrirliði, Þór Gunnarsson, Einar Þór Vilhjálmsson, Bragi Björnsson, Stefán Jóhannsson, Símon Svavarss., Róbert Jónsson, jijálfari. Á myndina vantar nokkra drengi.

x

Valsblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.