Valsblaðið - 24.12.1967, Side 17

Valsblaðið - 24.12.1967, Side 17
VALSBLAÐIÐ 15 íslandsmeistarar utanhúss í meistara- og II flokki kvenna. Aftari röð f. v. Sigrún Guðmundsdóttir, Sigrún Ingólfsdóttir, Sigríður Sigurðar- dóttir, Ragnheiður Lárusdóttir, Guðbjörg Árnadóttir fyrirliði, Anna B. Jóhannes- dóttir, Björg Guðmundsdóttir, Erla Magnúsdóttir, Hrafnhildur Ingólfsdóttir. Fremri röð Islandsmeistarar 2. fl. utanhúss. f. v.: Sigrún Guðmundsdóttir, Sig- ríður Hjartardóttir, Ólöf Kristjánsdóttir, Soffía Guðmundsdóttir, Oddgerður Odd- geirsdóttir, Guðbjörg Egilsóttir fyrirliði, Sigurjóna Sigurðardóttir, Þóranna Páls- dóttir, Kristín Björgvinsdóttir, Bergþóra Jónsdóttir og Ragnhildur Steinbach. skipað og nú. Þar er hvert sæti skipað dugandi fólki. Eg vil sér- staklega bjóða hina nýju þjálfara velkomna til starfa, þau Sigrúnu, Sigurð og Ragnar. Allt eru þetta kunn nöfn í handknattleiknum hér á landi. Tveir þjálfarar, þeir Stefán Sandholt og Stefán Bergsson fóru á þjálfaranámskeið til Vejle í Dan- mörku. Voru þeir að nokkru leyti kostaðir af deildinni. Það er ein- róma álit okkar, að auka beri slík- ar ferðir þjálfara sem mest. 3. Mót og leikir. Tvö mót voru haldin innanhússs, eins og áður, Reykjavíkurmót og Islandsmót. Þá var haldið Islands- mót utanhúss. Sendum við flokka til keppni í öllum þessum mótum. Verður nú rakinn hér árangur einstakra flokka. Meistaraflokkur karla. I Reykjavíkurmóti urðu þeir nr. 2—3 og hlutu 8 stig, skoruðu 90 mörk gegn 79. I Islandsmótinu innanhúss urðu þeir nr. 4 og hlutu 10 stig, skor- uðu 199 mörk gegn 189. Leikin var tvöföld umferð. I íslandsmótinu utanhúss urðu þeir nr. 3 í B-riðli og hlutu 0 stig, skoruðu 37 mörk gegn 47. 1. flokkur karla. 1 Reykj avíkurmóti urðu þeir nr. 1—2 og hlutu 9 stig, skoruðu 35 mörk gegn 24. 1 úrslitaleik við KR um Reykjavíkurmeistaratitil- inn töpuðu þeir með 6:7. I Islandsmóti léku þeir í A-riðli og urðu nr. 2 og hlutu 4 stig, skor- uðu 20 mörk gegn 8. 2. flokkur karla. I Reykjavíkurmóti urðu þeir nr. 1 og hlutu 8 stig, skoruðu 33 mörk gegn 20. I Islandsmóti léku þeir í B-riðli og unnu hann. 1 úrslitum við Fram, sem vann hinn riðilinn. Unnu Valsmenn með 8:7 og hlutu meistaratitil. Skoruðu samtals 46 mörk gegn 23. 3. flokkur karla. 1 Reykjavíkurmóti urðu þeir nr. 2—4 og hlutu 6 stig, skoruðu 47 mörk gegn 27. 1 íslandsmóti léku þeir í B-riðli og hlutu 8 stig, skoruðu 41 mark gegn 24. Meistaraflokkur kvenna. I Reykjavíkurmóti urðu þær nr. 1 og hlutu 8 stig, skoruðu 35 mörk gegn 11. Með sigri þessum unnu þær til eignar Reykjavíkurbikar- inn í þessum flokki og var þetta þriðji bikarinn, sem þær unnu til eignar á sama keppnisárinu. Er slíkur atburður einstæður. I íslandsmóti innanhúss urðu þær nr. 1 og hlutu 9 stig, skoruðu 48 mörk gegn 24. I íslandsmótinu utanhúss léku þær í B-riðli og unnu þær með yf- irburðum. Léku síðan til úrslita við KR, sem vann hinn riðilinn og sigruðu með 7:2. Höfðu þær þá skorað 37 gegn 17. 1. flokkur kvenna. í Reykjavíkurmóti urðu þær nr.

x

Valsblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.