Valsblaðið - 24.12.1967, Side 21

Valsblaðið - 24.12.1967, Side 21
VALSBLAÐIÐ 19 FRÁ því Valsblaðið hóf göngu sína að nýju árið 1957, eftir nokkurra ára dvala, hefur það komið reglulega árlega. I blaðinu hafa birzt margskonar greinar um innlent og erlent efni frum- samdar og þýddar, og þó fyrst og fremst það, sem starfsemi félagsins varðar enda er þetta félagsblað og ber að dæma það sem slíkt. Meðal greina, sem í blaðinu hafa birzt og snerta áhugamál félagsins, þykir rétt að vitna til einnar slíkrar, sem kom í jólablaðinu 1963, þar sem ítarlega er rætt, í viðtalsformi um aðalíþrótt fé- lagsins — knattspyrnuna — en þó ekki sérstaklega að því er til Vals tekur, heldur ísl. knattspyrnu í heild og að- stöðu hennar um þær mundir er viðtalið fór fram, en vissulega er það og sá boð- skapur, sem það flytur í fullu gildi í dag, ekki síður en þegar það fór fram. Hér er og rætt við þann, sem kunni full skil á efninu, sem um var rætt, Albert Guð- mundsson, frægasta knattspyrnumann Islands, fyrr og síðar. Maður, sem hafði orðið að ganga í gegnum strangan skóla atvinnuknattspyrnumenntunar, þar sem það boðorð eitt gilti öðru fremur að „duga eða drepast“. Já, sannarlega dugði hann, og það svo vel, að hann varð einn af snjöllustu knattspyrnumönnum Ev- rópu, dáður og hylltur af milljónum manna, jafnt innan álfunnar, sem utan. En það er önnur saga. Það er ekki meiningin að endursegja téð viðtal, sem er mjög greinagóð bend- ing og ráðlegging til þeirra, sem vilja ná verulegum árangri á knattspyrnu- sviðinu. Tilgangurinn með línum þess- um er að minna á greinina og hvetja knattspyrnumenn vora, yngri sem eldri, að athuga hana vel enn á ný. Meðal annars, sem Albert segir, svo aðeins sé vitnað örlítið til viðtalsins, er þetta: „Ég vil leggja áherzlu á það, að hvaða atriði, sem Ieikmenn taka sér fyr- ir hendur eða æfa, verða þeir að gera með sama hugarfari, sem um keppni væri að ræða. Hér brjóta menn mikið af sér á kostnað knattspyrnunnar. Það er of seint aö fara að vanda sig, þegar í úrslitaleikinn er komið, allt það verður að gerast á œfingunum: að stöðva af ná- kvæmni, senda knöttinn af nákvæmni, skjóta með sérstakan blett í markinu í huga, o. s. frv. Hér er aðeins minnzt á 1. fl. karla Vals 1966—1967. Reykjavíkur- og íslandsmeistarar. Fremri röð frá vinstri: Sverrir Guðjónsson, Magnús Á. Magnússon, Gunnar Ólafsson, Magnús Baldursson, Jakob Gunnarsson, Edvard Sverrisson og Hans Herbertsson. Aftari röð frá vinstri: Stefán Gunnarsson, Kristján Karlsson fyrirliði, Hilmar Ragnarsson, Jón Karlsson, Hjálmur Sigurðsson, Þórður Sigurðsson og Geirharður Geirharðsson. — Á myndina vantar: Ólaf Jónsson og Þorstein Einarsson. FRÁ SKÍÐADEILDINNI Stefán Hallgrímsson, form. Skíðadeildar. tvö atriði í greininni — meginatriði að vísu. En þar er að finna ótal mörg önn- ur. Snjallar ábendingar og athuganir sem ættu að geta orðið athugulum og hugsandi knattspyrnumanni gott vega- nesti til aukins gengis í baráttunni um knöttinn. ER „Vonum a8 geta tekið á móti gestum uppúr áramótum,“ segir formaður SM&adeildar Vals, Stef- án Hallgrímsson. Á undanförnum árum hefur gengið heldur illa starfsemi Skíða- skála Vals, og eins og skíðanefnd- irnar að undanförnu hafi ekki haft í fullu tré við verkefnin, sem þar var um að ræða. Þetta hófst með því að bjartsýnir ungir menn réð- ust í að breyta skálanum og stækka, en það varð erfiðara og fjárfrek- ara en gert var ráð fyrir, og fram- kvæmdir því hálfstrandað. Það hef- ur reynzt erfitt að kippa þessu í lag, fyrr en á síðasta hausti að áhugasamur eldri félagi sem áður hafði tekið tryggð við skálann, fékkst til þess að taka að sér for- mennsku í Sldðadeildinni, en það var Stefán Hallgrímsson, sem lengi hefur verið áhugasamur fyr- ir Valsmálum, og virkur þátttak- andi í skíðaíþróttinni, leikmaður í meistaraflokki í knattspyrnunni, og handknattleiknum. Stefán er gamalkunnur starf- semi Skíðaskálans, og fastur gest- ur í félagi þar um áraraðir. I september s.l. var efnt til aðal- fundar í Skíðadeildinni og var

x

Valsblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.