Valsblaðið - 24.12.1967, Page 22

Valsblaðið - 24.12.1967, Page 22
20 VALSBLAÐIÐ Stefán þar kosinn formaður, og með honum valið ungt fólk og áhugasamt: Þórður Guðmundsson, varaformaður; Guðmundur Ingi- mundarson, gjaldkeri; ritari Sal- vör Þormóðsdóttir og meðstjórn- andi Guðmundur Frímannsson. í tilefni af þessu snéri ritnefnd- in sér til Stefáns og bað hann að segja svolítið um hvað þegar hefði gerzt og áunnizt í skíðamálumVals og hverjar væru framtíðaráætlanir hinnar nýju stjórnar. Stefán sagði m.a.: Það var á s.l. sumri að það var komið að máli við mig að taka að mér formennsku í skíðanefndinni, og leizt mér satt að segja ekki á það. Ég hafði fylgzt með málum skíðanefndanna undanfarið, og var því ekki bjartsýnn. I fyrra sumar málaði ég þó allan skálann utan, sem þörf var á að gera, og í sumar fór ég með Ægi, formanni Vals, til að athuga málið nánar. Þegar við komum þangað, var 41 rúða brot- in, svo það var sannarlega þörf á að taka hendinni til. Var þá hafizt handa um að gera við þetta, og þetta endar þannig að ég tek að mér að verða formaður eins og eitt ár til að byrja með. Við höfum svo allt frá því að aðalfundurinn var haldinn í sept. unnið að því að ijúka byggingunni eins og hægt er núna og er það langt komið. Hefur þarna verið mikið um trésmíði að ræða og hafa margir góðir Vals- menn lagt hönd á plóginn, og má þar nefna sérstaklega: Val Bene- diktsson, Finnboga Guðmundsson, Sigurbjörn Valdimarsson og Berg- stein Magnússon. Eftir er að ganga frá eldhúsi, kyndiklefa og smávegis fleira, og gerum við ráð fyrir að því verði að mestu lokið upp úr áramótum, eins og hægt er að ganga frá því núna. Unnið hefur verið að því að þétta þakið og setja nýtt járn á hluta þess, sem var orðin knýjandi nauðsyn. Við höfum gert ýmsar breytingar á innréttingu, sem við teljum til bóta. Við vonum því að þetta verði komið í tæka tíð í það gott horf að fólk verði ánægt með vistina þar og aðbúnað. Við höfum nú ekki gert neina vetraráætlun, nema hvað ákveðið er að um hverja helgi uppúr ára- mótum verði þar alltaf sérstakur maður, sem hefur umsjón með skálanum og því sem þar fer fram, og við vonum að þetta skíðaheimili okkar verði sótt í vetur af sem flestum Valsmönnum og öðrum góðum gestum. Um páskana verður svo opið eins og venja hefur verið á undan- förnum árum. Framtíðarverkefni ? Ja, þau eru ýms, og þá fyrst og fremst að láta rætast gamla drauminn um renn- andi vatn í skálann. Vona ég að það takist næsta vor, og verði skál- inn sóttur þolanlega í vetur, ætti að takast að kljúfa fjárhagshliðina á því máli. Þá er nauðsynlegt að endurnýja pallinn fyrir framan skálann og verður í það ráðizt með vorinu, svo og skíðageymsluna, og sitthvað fleira þarf að ráðast í. Ég vil endurtaka það að við von- um að skálinn verði sóttur í vetur. Það er okkur ánægjuefni, og laun- ar okkar strit, og þá erum við ánægð að starfa að þessu. Þá vil ég láta í ljós þá von að þeir sem fara á skíði noti útiloftið, og hreyfinguna með því að fara í göngu eða þá að leika sér í brekku. Þetta er sagt vegna þess að stund- um sést fólk sitja inni í skálanum, jafnvel yfir alla páskana, og fara varla út á skíðin. Þetta líkar okk- ur ekki, og finnst það að misnota plássið og gott tækifæri til hollrar útivistar. Þá vonum við að næsta sumar verði knattspyrnumenn og hand- knattleiksmenn tíðir gestir í skál- anum um helgar. Væri okkur það mikil ánægja, og ég tala nú ekki um ef það væri skipulagt þannig að þeir legðu hönd að ýmsum smá- verkum, sem gera þarf, eftir nán- ari samkomulagi, stund og stund, það yrði í okkar allra þágu. Ég er ánægður með þetta unga fólk, sem hefur valizt með mér í stjórn deildarinnar, það er mjög áhugasamt og boðið og búið til að vinna, sagði Stefán að lokum. F. H. BADMINTONDEILD STOFNUÐ Páll Jörundsson, form. Badmintondeildar. „Vona að þessi deild, falli inn í félagsstarf Vals, í anda íþróttanna,“ — sagSi hinn ný- kjörni formaður í nýstofnaðri badmintondeild í Val. Það má með tíðindum teljast þegar stofnuð er sérstök deild um tiltekna íþróttagrein í félagi voru, en það gerðist í haust, eins og ann- arsstaðar er sagt frá í blaði þessu. Ritstjórninni þótti hlíða að ná tali af formanni deildarinnar, Páli Jörundssyni, og biðja hann að segja örlítið frá sjálfum sér, svo og hvað honum lægi á hjarta varð- andi badmintondeildina í Val. Páll var heldur tregur, og taldi að hann hefði ekki frá miklu að segja, því stutt væri síðan badmin- tondeildin hefði verið stofnuð, og því lítið gerzt. Áður en við komum að sjálfri starfsemi badminton- deildarinnar, spyrjum við: Hefur þú lengi haft áhuga fyrir

x

Valsblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.