Valsblaðið - 24.12.1967, Qupperneq 23

Valsblaðið - 24.12.1967, Qupperneq 23
VALSBLAÐIÐ 21 Hannes Pálsson, einn af enduneisnarmönnunum: „Kunni illa við mig í slíku sviðsljósi“ íþróttum og þá hvaða greinum helzt? Það má segja að ég hafi haft áhuga fyrir íþróttum allt frá því að ég man eftir mér. Við strákarn- ir vestur á Önundarfirði fórum fljótt að renna okkur á skíðum, og tók ég snemma þátt í þeim leik. Þetta varð til þess að ég hélt áfram þótt aldurinn færðist yfir, og þeg- ar þroski, þjálfun og svolítil kunn- átta bættist við og tók ég að keppa í þessari grein, og var þá með í skíðagöngu, stökki og svigi. Ég val aldrei neinn snillingur á nú- tímamælikvarða, en ég hafði mjög gaman af að taka þátt í þessu og hélt því ein 20 ár ef ég man rétt. Þessu hélt ég áfram með IR eftir að ég fluttist hingað til Reykja- víkur. Fimleika stundaði ég einnig um allangt skeið, og þá í IR. Hvenær gerðist þú Valsmaður? Páll brosir, og heldur svo áfram: Það byrjaði eiginlega á ísafirði, sem ég tók að halda með Val. Þangað kom eitt sinn Hrólfur Benediktsson, sem kunnur er öllum Valsmönnum og æfði með okkur knattspyrnu þar vestra. Við vor- um mjög hrifnir af Hrólfi og kunnáttu hans, og þar með fannst mér sjálfsagt að halda með Val. Síðar kynntist ég fleiri Valsmönn- um í sambandi við skíðaíþróttina, þegar ég var með ÍR-ingum á Kol- viðarhóli, en Valsmenn í sínum skála. Ætlaði ég alltaf að gerast styrktarfélagi í Skíðadeild Vals, og hafði orð á því við einhverja í deildinni, en af einhverjum ástæð- um komst það aldrei í framkvæmd. Ég gekk svo í Val, fyrir áhrif Páls Guðnasonar, fyrrverandi for- manns Vals, er við stunduðum saman badminton í iR-húsinu fyr- ir u.þ.b. 6 árum síðan. Og svo ert þú orðinn formaður badmintondeildarinnar, og hvernig lízt þér á það? Mér leizt hreint ekkert á það þegar komið var til mín og ég beð- inn að verða formaður í deildinni. Ég hafði ekki átt neinn þátt í stofnun hennar, og var því ekki kunnugur neinu sem skildi. Það fór þó svo, að ég lét til leiðast, sem gamall aðdáandi félagsins, og orð- inn „hagvanur" í húsi þess. Framh. á bls. 29. I blöðum Vals hefur verið leitazt við að undanförnu að binda fortíð félagsins við nútíð, leitað að atvik- um úr sögu Vals og þannig að smátt og smátt verði hægt að raða þeim brotum saman í eina heild. Við höfum einnig viljað kynna fyrir yngri kynslóðinni þá menn, sem á sínum tíma mörkuðu varan- leg spor í söguna. Einn mikilvægasti atburðurinn í sögu félagsins var þegar annar flokkur vann mótið 1919, einmitt þegar allt virtist svo dapurt og vonlaust, og skýrt kom fram í frá- sögn Magnúsar Guðbrandssonar í blaðinu í fyrra. I síðasta blaði ræddum við örlítið við Daníel Þor- kelsson, sem var fyrirliði flokksins í þá daga, og nú er rætt við Hannes Pálsson, skipstjóra, og núverandi forstjóra Hampiðjunnar. Hannes átti ekki langan knatt- spyrnuferil, sjórinn og sjómennsk- an heilluðu hann þegar á unga aldri, og þeirri köllun sinni hefur hann verið sannarlega trúr. Það lætur því að líkum að það hafi ekki verið mikill tími til æfinga, enda baráttan fyrir tilverunni harðari þá en nú, og minni tími til að „leika“ sér, en nú gerist. Sjósókn sína byrjaði hann á vélbátum, og síðar gerðist hann togarasjómað- ur. Hann var í Sjómannaskólanum 1922—23. Um skeið var hann há- seti á hinum stóru seglskipum Kveldúlfs „Huginn“ og „Muninn“ og sigldi þá til Miðjarðarhafsins með saltfisk. Skipstjóri á togara gerðist hann 1939, en það var á „Gylli“ og var með hann öll stríðsárin, eða til 1946. Þá er það sem ákveðið er að láta byggja 30 nýtízku togara, og sá hann um og hafði eftirlit með smíði fyrsta togarans, Ingólfs Arnarsonar, og var þá hálft ár er- lendis og skipstjóri á honum í 4 ár. Síðar sótti hann svo Þorstein Ing- ólfsson og Þorkel Mána og var Hannes Pálsson, eins og hann lítur út í dag, maðurinn, sem skoraði sigurmark- ið fyrir Yal 1919, í fyrsta mótinu sem vannst. skipstjóri á honum til ársins 1953, en þá hætti hann skipstjórn. Á næstu árum starfaði hann m.a. í Hamborg og sá um löndun og flutninga á fiski til Austur-Þýzka- lands. Árið 1956 gerðist hann svo for- stjóri Hampiðjunnar hér í borg, og hefur starfað þar síðan. Á þessari stuttu og þurru upptalningu sést að Hannes hefur ekki setið auðum höndum í þessi nær 50 ár, sem lið- in eru síðan hann skoraði eina markið, sem sett var í úrslitaleikn- um 1919. Hannes tók því vel að rifja svo- lítið upp frá þessum tíma, og er það hin skemmtilegasta frásögn, og fengur fyrir Val að fá í sögu- safn sitt, og fer frásögnin hér á eftir: Fótboltafélög, eins og knatt- spyrnufélögin voru köiluð hér í upphafi, voru stofnuð í mörgum
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Valsblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.