Valsblaðið - 24.12.1967, Qupperneq 28

Valsblaðið - 24.12.1967, Qupperneq 28
26 VALSBLAÐIÐ Sigurður Sigurðsson: ÁVARP Góðir félagar og gestir. Ég býð ykkur velkomna til þessa litla samkvæmis, og þá fyrst og fremst heiðursgestina, Frímann Helgason og konu hans. En tilefni þess, að við erum hér saman kom- in er það, að mér hefur verið falið það kærkomna verkefni, að sæma Frímann Helgason gullmerki sam- taka okkar, og er hann fyrstur okkar stéttarbræðra, sem hlýtur þennan heiður. Á 10 ára afmæli Samtaka íþróttafréttamanna tók gildi reglu- gerð um heiðursmerki samtakanna úr gulli, og í afmælishófinu var fyrsta gullmerkið veitt Benedikt G. Waage, fyrrum forseta og heið- ursforseta íþróttasambands Is- lands. I reglugerðinni um gull- merkið segir, að það skuli aðeins veitt að tvímælalausum verðleik- um, og því aðeins að stjórn sam- takanna samþykki einróma að veita merkið. I síðasta mánuði var ákveðið að veita Frímanni Helga- syni gullmerkið, en þá var merkis- dagur í lífi hans, en ekki náðist til hans þennan dag, og báðum við því Frímann og konu hans að koma hingað til okkar í dag, til að veita gullmerkinu viðtöku. Ekki þarf að f jölyrða um verðleika Frí- manns til þess að hljóta gullmerk- ið. Hann er elztur okkar stéttar- bræðranna, bæði að árum og starfs- aldri, hann varð fyrstur til þess að gerast ritstjóri íþróttasíðu dag- blaðs hér á landi og hann hefur skrifað meira um íþróttir en nokk- ur okkar hinna. Frímann hefur ávallt verið sanngjarn í skrifum sínum og forðast æsifréttir. Grein- ar Frímanns hafa verið yfirvegað- ar og hann hefur lagt íþróttunum mikið lið með skrifum sínum, sett fram ýmsar skynsamlegar tillög- ur, sem teknar hafa verið til greina af íþróttaforystunni. Frímann er einn þeirra manna, sem virðist hafa tíma til allra hluta, auk þess að stjórna íþróttasíðu blaðs síns, hefur hann verið athafnamikill íþróttaleiðtogi og leiðbeinandi og fyrirmynd æskumanna og enn held ég að hann sé yngstur okkar allra í anda, þó hann sé elztur að árum. Frímann hefur nú látið af rit- stjórn íþróttasíðu Þjóðviljans, en hann skrifar enn fjölda greina í blaðið, og sumir segja, í gamni og alvöru, að hann hafi aldrei skrifað meira í blað sitt, en síðan hann hætti ritstjórn, og ætlaði að draga sigíhlé. Frímann var einn af stofn- endum Samtaka íþróttafrétta- manna árið 1956 og hefur lengst af setið í stjórn samtakanna, nú sem varamaður í stjórninni. Við þökk- um þér, Frímann, brautryðjenda- starfið, þú hefur verið lærifaðir okkar hinna, og við höfum margt af þér lært. sem við erum þakklátir fyrir og hefðum í mörgu mátt fara betur að þínu dæmi. Að svo mæltu vil ég biðja Frí- mann, að taka við gullmerki Sam- taka íþróttafréttamanna, og sýna okkur þann heiður að bera það við hátíðleg tækifæri. Fjórir af „forngripum“ Vals. Sá elzti Iengst til hægri á myndinni. — Vals- vörnin. —
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Valsblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.