Valsblaðið - 24.12.1967, Page 30

Valsblaðið - 24.12.1967, Page 30
28 VALSBLAÐIÐ til þess að sjá og skilja að þar fer enginn veifiskati, sem hrekkur við hvaða tízkuvindgusti sem er, held- ur maður, sem veit vilja sinn og stefnir alls ótrauður að settu marki. Frímann Helgason er fæddur að Litlu-Heiði í Mýrdal hinn 21. ágúst 1907. Hann ólst upp í Reynis- hverfi, sem er vestan Víkur og Reynisfjalls, í fögru og gróður- sælu umhverfi. Fyrstu kynni Frí- manns af íþróttum, aðallega þó knattspyrnu var, er hann dvaldi við vinnu 1925—26 í Vestmannaeyj- um. Hann æfði með Tý og gerðist þar félagi. Áður en þetta gerðist hafði hann, sem ungur drengur komizt í nokkra snertingu við þessa íþrótt, sem síðar varð hans eftirlæti, þegar hann, um 18 ára gamall sá leðurknöttinn í Vík, það var í fyrsta sinn, sem hann sá slíkan undrahlut. Hann fékk meira að segja að handleika þenna merkilega grip, lykta af honum og varpa honum niður á jörðina, en ekki spyrna honum. Þvílík opinberun, segir hann sjálfur frá, og hann bætir við, leð- urlyktin var heillandi; einhver sá bezti ilmur, sem ég hef fundið um dagana. Og knötturinn .... hvað hann hoppaði og skoppaði dá- samlega fyrir mínum unglings- augum. Skyldi mér nokkurntíma- takast að fá að leika mér með slíkan knött? Er heim kom í sveitina hóf Frí- mann að vinna að knetti, sem not- hæfur mætti reynast, því snemma beygist krókurinn til þess, sem verða vill. Hann bjó sér út tusku- knött, troðinn út með heyi. En lag- ið reyndist næsta böngulegt. Þá hugkvæmdist honum snjailræði, sem fleiri drengir munu hafa not- að. Hann fékk sér hrútspung, tróð hann upp með heyi, og sjá, hann hélt lagi og valt prýðilega. En hann vantaði leikfélaga. Hann var eini drengurinn á bænum. En hann dó ekki ráðalaus. Hann notaði brekkuna fyrir ofan bæinn sinn. Spyrnti knettinum upp eftir henni, sem svo skilaði honum með ná- kvæmni „atvinnumannsins“. Þann- ig varð bæjarbrekkan að Görðum í Reynishverfi í Mýrdal fyrsti „samherji" þess pilts, sem síðar átti eftir að verða einn bezti bak- vörður íslands í knattspyrnu og einn hinna fjögurra í hinni róm- uðu Valsvörn á sínum tíma. Já, margt getur skemmtilegt skeð og þá ekki síður í knattspyrnu en á öðrum sviðum. Árið 1929 fór Frímann „suður“ og gerðist starfsmaður hjá ísaga og hefur verið þar síðan, mörg hin síðari ár sem verkstjóri. Mik- ilsmetinn þar sem annarsstaðar, af yfirmönnum sem undirgefnum. Eins og áður segir gekk Frímann fljótlega í Val er suður kom. Hann var einn þeirra 11, sem færðu Val sigurinn heim í Islandsmótinu 1930, þegar Valur sigraði í fyrsta sinn og varð íslandsmeistari. Frí- mann var einnig í hópi þeirra handknattleiksmanna Vals, er færðu „heim“ sigurinn í fyrsta handknattleiksmóti Islands. Það var 10 árum eftir sigurinn í Is- landsmótinu. Frímann hefur átt sæti í stjórn Vals um 10 ára skeið og formaður í 6 ár. Nú er hann formaður Full- trúaráðs Vals og hefur verið það undanfarin ár. Þá hefur hann verið í rit- stjórn Valsblaðsins allt frá ár- inu 1957 eða frá því það hóf göngu sína að nýju- Það getur sá sem þetta ritar fullyrt af eigin raun að án Frímanns eða manns með elju hans og dugnaði myndi vart vera unnt að halda blaðinu úti. Það er meira verk en margur heldur að halda slíku blaði úti, þó ekki sé nema einu sinni á ári. Safna efni, hafa tal af mörgu fólki, m. a. allt slíkt krefst tíma og „tek- ur á taugarnar". Auk starfa sinna í Val, hefur Frímann látið íþróttamál almennt mikið til sín taka. Hann hefur átt sæti í stjórn I. S. I. um árabil og átt sæti í ótal nefndum innan heildarsamtakanna. Og enn er ótalinn sá þáttur Frímanns í íþróttastarfinu, sem ekki er minnstur, en það er blaðamennsk- an. En íþróttablaðamaður og rit- stjóri hefur hann verið um ára- tuga skeið. Auk þess sem hann er fréttaritari fyrir ýms íþróttablöð á Norðurlöndum og víðar í Evrópu. Allt þetta samanlagt sýnir og sannar margþætt og mikil störf um áratuga skeið fyrir íþróttirn- ar á hinum ýmsu sviðum, sem segja má að hæfust heima að Litlu-Heiði, endur fyrir löngu með bæjarbrekkuna að samherja. Svo sem að líkum lætur hefur íþróttahreyfingin heiðrað Frí- mann á ýmsan hátt, m. a. hefur hann verið sæmdur gullmerki I. S. I., Valsorðunni úr gulli, silf- urmerki K. S. I., gullmerki sam- taka íþróttafréttaritara o. fl. Af þessu er ljóst að for- ystumenn íþróttahreyfingarinnar kunna vel að meta þátt Frímanns Helgasonar í því að hrífa hreyf- inguna fram á leið með margþættu áratuga starfi á hinum mismun- andi sviðum. En þrátt fyrir verðlaun og við- urkenningar, eru þó þau launin bezt, að vera sér þess meðvitandi, þegar litið er til baka, að hafa unnið vel og staðið dyggan vörð um þær hugsjónir, sem í æsku var bundizt trúnaði við, og geta með sanni tekið undir með Kolskeggi: „hvártki skal ek á þessu níðazt ok á engu öðru því er mjer er til trúat“. Fáa þekki ég innan eða utan íþróttahreyfingarinnar, sem frekar geta tekið undir þessi orð Kolskeggs Hámundarsonar en Frí- mann Helgason. ★ Ég flyt svo að lokum Frímanni vini mínum kærar þakkir fyrir margra ára viðkynningu. Þar hef- ur aldrei skuggi á fallið. Ég þakka fyrir samstarfið innan Vals, sem ég vona að megi enn haldast um ókomin ár, og síðast en ekki sízt þakka ég samvinnuna í ritstjórn Valsblaðsins, en þar hefur þú vissulega borið hitann og þungann. Þeir félagar okkar eldri og yngri í Val, sem gaman hafa af að fá félagsblað sitt um jólaleytið, geta fyrst og fremst þakkað þér það öðrum fremur í ritstjórninni. Skáldið talar um áttræðan og aldrei hafði tvítugs manns fyrir tær stigið. Ekki ertu áttræður, en vonandi verður þú það. Sextugur er þó nokkuð. En erindi skáldsins á ekki við þig, jafnvel áttræðan. Hér má snúa vísuorðunum við, svo ungur ertu í anda, að margur tvítugur

x

Valsblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.