Valsblaðið - 24.12.1967, Síða 31

Valsblaðið - 24.12.1967, Síða 31
VALSBLAÐIÐ 29 Ellert Sölvason, fimmtugur Einn þeirra manna sem mjög komu við sögu Vals á velgengnis- tímum félagsins, eða á tímabilinu 1935—46 var Ellert Sölvason, en hann á fimmtugsafmæli í þessum mánuði, eða þann 17. des. Flestir munu þó kannast betur við hann undir nafninu Lolli í Val, sem hef- ur orðið nokkurskonar „stjörnu“- nafn á Ellert. Lolli var um margt mjög sérstæður knattspyrnumað- ur, og vafasamt er að fsland hafi eignazt betri vinstri útherja en hann var. Honum var knattspyrnan í blóð borin, hún var honum meðfædd listgrein. Tilfinning hans fyrir knetti var ótrúlega næm, og við það bættist að hann stundaði æf- ingár sínar af miklum áhuga og elju. Hann náði því mjög langt sem knattspyrnumaður. Mýkt hans og fimi var við brugðið, og þurfti hann raunar mjög á því að halda. Hann var heldur lítill vexti, og „léttbyggður," og varð mörgum bakverðinum það á þegar þeir áttu í höggi við Lolla að láta þyngdar- mismun ráða, þegar getan til að stöðva hann eftir öðrum leiðum dugði ekki. Þannig fékk Lolli marga skrokk- skjóðuna og harkalega hindrun, svo að endaskipti urðu á honum, en oft kom það fyrir að hann brá sér þá í höfuðstökk, er hann kom á má þig öfunda, af áhuga þínum og elju, af starfsgetu þinni og hug- myndaauðgi — í einu orði sagt, lífsgleði. Hún speglast allstaðar í félagslegu samstarfi, í þjálfun og íþróttaleikj um. Þú ert og verður alltaf yngstur í hópnum. Frímann Helgason er kvæntur Margréti Stefánsdóttur, hinni ágætustu konu, sem vissulega hef- ur ekki dregið áhugann úr manni sínum að sinna áhugamálum hans á íþróttasviðinu. Þau hjón eiga tvö uppkomin börn. hendurnar niður, og missti þó varla ferð! Sendingar Ellerts fyrir mark voru betri en útherjar um þessar mundir sýna eða geta gert. Kemur það til af því að Ellert kunni að beita fætinum í sparkinu betur en menn kunna nú yfirleitt. Hann hafði næmt auga fyrir samleik og staðsetningum, og fljót- ur var hann er hann tók sprettinn, hvort sem hann var með knött eða ekki. Lolli var góður félagi, og sam- herji, svolítið viðkvæmur og ör í lund, en hjartagæzkan og góðvild- in skein allsstaðar í gegn. Fyrir allt þetta eignaðist hann marga vini, sem svo síðar hafa oft staðið með honum þegar í móti hefur blásið. Eins og fyrr segir var knatt- spyrnan æskuíþrótt hans, og þar gat hann sér nafns, sem lengi verð- ur munað, og knattspyrnan hefur verið meira og minna hans líf. Það má líka segja að knattspyrnan hafi að nokkru leyti verið hans lífakk- eri. Hann hefur dvalið langdvölum víðsvegar um landið og kennt Badmintondeild stofnuð — Framhald af bls. 21. Nú, mér virðist mikill áhugi meðal félaga deildarinnar, og höf- um við þegar 4 tíma, og eru þeir allir fullsetnir, og meira en það. Vafalaust væri hægt að bæta mörgum tímum við, ef fullnægja ætti eftirspurn. Mér finnst skemmtilegt til þess að vita að þarna koma og æfa mj ög margir eldri félagar Vals. Hugsar deildin sér að fara út í keppni, og þá hvenær? Með stofnun svona deildar má alltaf gera ráð fyrir því að þar komi fram menn, sem liðtækir eru mót, og má alltaf búast við að menn vilji reyna sig við leikmenn knattspyrnu, og víða hefur mátt sjá handbragð kunnáttumannsins á nemendunum, ef hann hefur getað sinnt þeim nokkurt skeið. Lolli naut sín vel í glöðum vina- hóp og átti þá til með að setjast við píanóið og leika þar létt lög eftir eyranu með skemmtilegu hljóðfalli, sem smitaði alla til að talca undir, sem sungið gátu. Við gömlu félagarnir minnumst margra ánægjulegra samveru- stunda með Lolla, og á þessari há- tíðastund í lífi hans árnum við hon- um allra heilla. F.H. annarra félaga. Um þetta hefur verið svolítið rætt, og þá fyrst og fremst að eí'na til innanfélagsmóts í vetur. Ekki er það heldur óhugs- anlegt að einhverjir Valsmenn taki þátt í opinberum mótum í vet- ur, en sem sagt, það hefur ekkert verið ákveðið í því efni ennþá. Ert þú bjartsýnn með framtíð- ina? Því ekki það, en tíminn verður að segja til um það hvernig þessi deild verður í framkvæmd. Ég vil svo að lokum segja, að ég vona að badmintondeildin falli inn í félagsstarf Vals, og takist að starfa í anda íþróttanna, sagði þessi fyrsti formaður badminton- deildar Vals. F.H.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Valsblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.