Valsblaðið - 24.12.1967, Síða 35

Valsblaðið - 24.12.1967, Síða 35
VALSBLAÐIÐ 33 urbæingum hafi farið Franz Ara- son, fullhugi mikill og rammur að afli. En fyrir Vesturbæingum fór Eiríkur Beck, þéttur á velli og ein- beittur. Ekki er að orðlengja það að sam- an sigu fylkingar og varð af nokk- ur vopnagnýr og barsmíðar, og stóð bardaginn um nokkra hríð. Höfðu þá margir brotið vopn sín, og allur glans farið af pjátursverð- unum. Þegar menn höfðu gefið orku sinni útrás um stund, hætti orustan, af því er virtist án þess að annarhvor hefði sigrað eða legði á flótta, og fór hver til síns heima. Ég minnist einnig annars bardaga, sem fór fram á svokölluðum Hóla- velli. Getur verið að þeir Austur- bæjarmenn hafi ekki verið ánægð- ir með sína fyrri för, og hugsað sér að taka betur á næst, því svo mikið er víst að þeir ráðast alla leið vestur á Hólavöll. Sem fyrr var það Franz Arason, sem hafði forustuna fyrir Austur- bæjarmönnum. Voru nú öll pjátur- sverð lögð niður, og haldbetri vopn tekin í hönd. Fyrir Vesturbæing- um var að þessu sinni Ólafur Ingi- mundarson, hraustmenni mikið og djarfur kappi. — Stjórnuðu þeir Franz og Ólafur liði sínu af mik- illi leikni og ákafa og hvöttu menn til að duga sem bezt. Þeir höguðu þó aðgerðum sínum þannig að þeir gengu berserksgang um völlinn, þar sem þeir þurftu ekki að mætast sjálfir. Var þetta snarpur bardagi, sem stóð alllanga stund. Ýmsir sáust með blóðnasir og smákúlur, en eng- inn var stórslasaður. Sennilega hefur þeim Vesturbæingum ekki þótt sinn hlutur nógu góður í þess- ari viðureign, því næst ætla þeir að leggja til orustu við Vesturbæ- inga á Arnarhóli. Var nú safnað saman harðsnúnu liði, og það búið hinum beztu vopn- um, sem talið var að mundu duga vel. Var liðinu fylkt upp skipulega og síðan haldið af stað sem leið liggur austur á bóginn og komnir alla leið í Lækjargötuna. Fyrir sveitinni fóru þeir Haraldur Á. Sigurðsson og Júlíus Ólafsson, sem voru hinir einbeittustu og stöpp- uðu stáli í sína menn. Þegar að Lækjargötunni kom, voru þeir ó- vænt stöðvaðir af lögreglu bæjar- ins, þeim Jónasi „Polití“ og Ólafi Jónssyni, sem báðir voru þéttir á velli, og spyrja þeir hvert ferðinni sé heitið, og það stendur ekki á svarinu: Upp á Arnarhól. Er ekki ólíklegt að lögreglunni hafi verið kunnugt um bardagann á Hóla- velli, og borizt njósnir um næstu viðureign, sem mundi verða á Arnarhólstúni. Munu þeir hafa viljað binda enda á þessa borgara- styrjöld, og svörðu ákveðnum rómi: Nei. Þið farið ekki fet þang- að, þið farið heim til ykkar, það verður engin orusta í dag. Og við þetta sat. Hópurinn varð að snúa við, þótt súrt væri í broti. Haldið var vestur á Geirstún, og eitthvað varð að aðhafast, og var farið í knattspyrnu. Varð leikurinn sá harðasti sem ég minnist að hafa séð í þá daga, og er ekki ósenni- legt að mönnum hafi sollið í sinni fyrir orustuna sem stóð til að heyja, og ekki verið búnir að róast nóg. Eftir leikinn gengu margir heim skakkir og haltir og með skrámur hér og þar! Lærði mest af Friðþjófi Thorsteinssyni. Eg keppti fyrst með KR um 1920 í þriðja flokki. Fyrstu árin lék ég í fyrsta sinn með fyrsta flokki (sama og meistaraflokkur í dag). Eg æfði alltaf þrisvar í viku minnst, og oftar er ástæða var til. Ég hafði ákaflega gaman af leikn- um og reyndi að tileinka mér allt sem ég sá. Ég fór hverju sinni er Fram hafði æfingu, og ég vissi að Friðþjófur Thorsteinsson var með til að horfa á hann. Friðþjófur var snillingur að mínu áliti og reyndi ég að tileinka mér það sem hann gerði, og reyndi eins og ég gat að gera eins og hann. Því miðum tókst mér ekki að gera eins, en ég lærði mjög mikið á þessu. Hann skaut þótt hann væri á harðahlaupum, og þegar hann hljóp með knöttinn, var eins og hann kæmi við hann í hverju skrefi. Hann skaut yfirleitt áður en hann kom inn í yítateig- inn, og oftast út við stöng. Síðar kom hingað maður að nafni Tempelton frá Skotlandi og lærði ég mikið af honum. Ég var líka svo heppinn að hafa Guðmund Ólafsson sem þjálfara um langt skeið, því Guðmundur hafði mikil áhrif á mig, og meiri en nokkur annar. Hann var strangur, rak mig útaf ef ég var ekki að hans höfði. Það hafði einnig góð áhrif á mig og alla sem æfðu að yfirleitt komu þeir Erlendur Ó. Pétursson og Kristján Gestsson á æfingar og hvöttu okkur. Guðmundur lagði mikla áherzlu á það að við værum saman utan vallarins einnig, sem við og gerðum. Þá má geta þess, hve áhuginn var mikill á þessum árum, að við Sigurjón Pétursson, markmaður, æfðum um skeið á morgnana, fórum á fætur fyrir kl. 8 og æfðum í 30—40 mínútur, þannig að hann var kominn á skrifstofuna kl. 9, og ég samdi um það að koma ekki fyrr en kl. 9 til vinnu með því að vinna það af mér á kvöldin. Þetta voru auðvitað aukaæfingar, því við mættum á allar æfingar félagsins líka. Við athugun á skrám um æfingasókn hafði ég mætt á allar æfingar 1 3 ár nema eina! Langþráðum sigri náð. Það var langþráður sigur fyrir okkur þessa ungu Vesturbæinga, er við sigruðum Fram í íslands- móti 1926. Þeir voru yfirleitt allir mun eldri en við, með langan frægðarferil að baki. Þetta hafði þau áhrif á okkur að við höfðum minnimáttarkennd gagnvart þeim, og það virtist hægara sagt en gert að fjarlægja hana, og það var eins og það snerti helzt keppnina um Islandsmeistaratiltilinn. Við höfð- um unnið þá í öðrum mótum með nokkrum mun, en Islandsmótið, nei, þá brást okkur bogalistin. Og allt benti til þess að íslandsmótið 1926 ætlaði að fara á sömu leið. Aðeins örfáar mínútur til leiks- loka, og það standa 2:1 Fram í vil. Örstuttu fyrir leikslok tekst Guð- jóni Ólafssyni að jafna á hinn sér- kennilegasta hátt, og endaði leik- urin þannig jafn 2:2. Þetta var fyrsti leikur mótsins, og fyrsti leikurinn á Melavellin- um sem háður var. Það vildi líka svo til að ég skoraði fyrsta mai’k leiksins og þar með fyrsta markið, sem þar var skorað. Að mótinu loknu stóðu KR og Fram jöfn að
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Valsblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.