Valsblaðið - 24.12.1967, Page 38

Valsblaðið - 24.12.1967, Page 38
36 VALSBLAÐIÐ ágætt mark. Hafði ég nú skömm og gaman af þessu meðan á leikn- um stóð, en sá eftir þessum prakk- araskap þegar frá leið, en ég réði oft ekki við þetta. Við unnum svo leikinn með 4:3! Þá minnist ég atviks úr leik milli Vals og KR 1939. Leikar stóðu 2:1 fyrir KR og leikurinn að verða bú- inn, dómarinn var með blístruna uppí sér og var alltaf að líta á klukkuna. Ég fæ sendingu frá Öla Skúlasyni, sem ég tek á brjóstið, vind mig til og næ því að skjóta, skotið fer í gegnum þvöguna og gegnum eða undir netið. Guðjón Einarsson ætlar þá að athuga allar aðstæður, en er hann gengur í átt,- ina, kallar Hermann í markinu að knötturinn hafi farið í gegn, og tók Guðjón það gilt. Það var dálítið merkilegt að þetta var síðasta skot mitt í meistaraflokki, því þetta var síðasti leikur minn þar! Er knattspyman betri nú en þegar þú varst með? Ef ég ætti að gera samanburð á knattspyrnunni nú og áður, vil ég segja, að hún sé yfirleitt betri, lið- in jafnari og heildarleikur þeirra betri, og þá um leið einstakling- arnir. Úrvalsliðin eru betri en áð- ur, aðstaðan hefur líka breytzt ákaflega, og er þar þá ekki sízt að nefna grasvellina, sem nú hafa verið teknir í notkun víða. Hitt vil ég líka benda á að mér finnst sem knattspyrnumenn séu lausari í rásinni í dag, og nýti ekki tækifæri sín, sem þeir fá. Við þá vildi ég líka segja, að þeir verða að gæta hófs um áfengi og tóbak, það fer ekki saman við iðkun íþrótta. Ef ég ætti svo að gefa framherj- um einhverja ráðleggingu og þá helst miðherjum, vildi ég segja: Miðherji verður að geta skotið jafnt með báðum fótum. Hann verður aldrei góð skytta nema hann geti skotið viðstöðulaust, þeg- ar knötturinn kemur til hans, notað hraðann til þess að auka kraftinn í skotinu. Þetta kostar að sjálf- sögðu mikla æfingu. En það borg- ar sig, þegar þið finnið þá kennd, er þið hafið hitt knöttinn rétt með öryggi, og sjáið hann liggja í net- inu. F.H. Þeir ungu hafa orðið Ritstjórn „Vals“ þótti hlýða að rabba svolítið við fyrirliða og fulltrúa keppnissveitanna í yngri árgöngum félagsins. Heyra hvað þeir hefðu að segja um dvöl sína í Val, hvað þeim væri minnistætt úr leikjum, hvenær þeir hefðu byrjað að æfa og keppa o. s. frv. Allir eru þeir sammála um það, að þeir hafi góða aðstöðu til að æfa í fé- laginu, og góða þjálfara og leiðbeinendur. Þeir eru einnig allir sammála um það, að þeir mundu óska fleiri funda, fræðslu- og skemmtifunda, ef mögu- legt væri. Og svo gefum við þeim orðið, og byrjum á hinum sigursæla fimmta flokki: Grímur Sæmundsson miðvöröur A-liösins, 12 ára: Ég byrjaði 6—7 ára að æfa knattspyrnu í Val, og 9 ára var ég þegar ég lék í fyrsta sinn og þá sem vinstri útherji. Mér er leikur- inn sá minnistæður, því við unnum hann með 13:0! Mér finnst mjög gaman að vera í knattspyrnunni, og er mjög ánægður með þjálfar- ann okkar. hann Lárus. Ég er ánægður með hvað strák- arnir æfa vel, og mér finnst þetta allt svo skemmtilegt. Ef ég fer að rifja upp atvik sem verða eftirminnileg kemur mér í hug hvað ég varð eyðilagður þegar ég missti miðherja Vikings inn- fyrir mig tvisvar í röð, og töpuð- um við leiknum, og það var allt mér að kenna! Þú hefur líka oft „reddað“ á síðustu stundu, skaut félagi hans Einar Kjartansson inn í. En þetta varð mér góð reynsla. Annars voru það úrslitaleikirnir þrír við Víking sem allir verða mér minnisstæðir. Sá fyrsti endaði 2:2. Þá fór ég í sveit, norður í Húnavatnssýslu, en þá hringir Lárus í mig að koma, og auðvitað þoldi ég ekki við, og fór suður, og enn varð jafntefli 1:1. Enn fór ég norður og var þá ákveðið að fara í réttir sem ég var búinn að hlakka til allt sumarið — og enn hringir Lárus. Þetta bjargaðist á þann hátt að ég komst í réttir á sunnu- deginum, en vissi af því að nætur- „rútan“ fór suður um nóttina, og tók ég hana og svaf fram eftir mánudeginum, en þá átti að keppa um kvöldið. Lengi vel leit svo út sem þessi leikur yrði einnig jafntefli, en þá fáum við vítaspyrnu á Víkinga. Þá er kallaður til Kristinn Bern- burg, og honum falið þetta mikla ábyrgðarstarf. Við vorum alveg að springa af spennu, og ég held að allir strákarnir hafi haldið niðri í sér andanum, meðan Kristinn und- irbjó sig til að spyrna, — og hví- lík fagnaðarlæti, þegar knötturinn hafnaði í netinu! Ég geng nú uppí fjórða flokk, og ætla sannarlega að halda áfram, sagði þessi hressilegi og glaði ungi piltur að lokum. Einar Kjartansson miðherji A-liðsins, 12 ára: Ég byrjaði 6 ára að æfa og leika með D-liðinu, en var orðinn 10 ára þegar ég lék í móti og þá í A-liðinu í haustmóti tvo leiki og var svo heppinn að skora sitt markið í hvorum leik, var þá inn- herji. Mér hefur alltaf þótt gaman að leika mér í knattspyrnu, og nú er-

x

Valsblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.