Valsblaðið - 24.12.1967, Side 43

Valsblaðið - 24.12.1967, Side 43
VALSBLAÐIÐ 41 Fyrsti leikur minn í handknatt- leik var í B-liðinu í fyrra í fjórða flokki, og var það æfingaleikur. Það mæta margir á æfingum, stundum um 40 strákar, og er Stefán Bergsson þjálfari okkar, og líkar okkur vel við hann, sérstak- lega þó eftir að hann fór á hartd- knattleiksnámskeiðið, eða það finnst mér. Við erum byrjaðir á æfingaleikj- um, og höfum leikið 2 og tapað báðum, þeim fyrri 15:4, en það var í Réttarholtsskólanum, en mér finnst verra að leika þar. Svo lék- um við í Valshúsinu og þá stóðum við okkur betur eða 9:6 tap. Við verðum bara að bæta okkur, og æfa meira. Mér finnst handknattleikurinn innan húss skemmtilegur, en mér finnst að ég fái ekki nóg út úr knattspyrnunni inni. Hinsvegar hef ég gaman að knattspyrnunni úti á sumrin. Mér finnst æfingarn- ar úti hætta of snemma á haustin, það er vel hægt að æfa þó svolítið sé farið að kólna, bara að klæða sig. Ég ætla að halda áfram í hand- knattleiknum í vetur, en láta knatt- spyrnuna bíða. Tíminn er naumur, ég er í skóla og svo er það prestur- inn og spurningarnar, en svo tek ég til við knattspyrnuna í vor. Ég horfi á marga leiki, og sér- staklega finnst mér Geir Hall- steinsson leikinn og góður, og vildi ég helst líkjast honum í handknatt- leik. Mér hefur fundist skemmtilegt að æfa og keppa, man ekki hvort það er nokkuð sérstakt, sern komið hefur fyrir. Jú, bíddu við, það var í haustmóti og við áttum að leika við KR og okkur nægði jafntefli. Komið er nokkuð langt fram í leik- inn og standa leikar þá 1:0 KR í vil. Þá er dæmd vítaspyrna á KR, og nú verðum við að finna ein- hvern til að taka vítaspyrnuna, en vorum ekki vissir um hver það ætti að vera. Loks er það ákveðið að láta annan bakvörðinn taka spyrnuna, hann var dálítið kraft- mikill, og þótti það líklegt til ár- angurs. Síðan er knötturinn látinn á punktinn og bakvörðurinn hleypur að honum og spyrnir f ast, hæðin virt- ist góð, en því miður rétt fyrir ut- an stöngina! Þetta var ergilegt. Og svo var það leikurinn á Akranesi þegar við vorum komnir í 2:0, en leiknum lauk með 3:2 tapi fyrir okkur! Þetta voru allt óheppnis- mörk. Þetta var svolítið skrýtið, stundum þegar maður á ekki von á neinu, þá gengur allt vel, eins og t.d. er við gerðum jafntefli við Vík- ing í haust eftir að vera búnir að tapa í öllum leikjum mótsins, og ég taldi Víking beztan þá. Ég held að strákarnir í hand- knattleiknum, á mínum aldri í Val, séu efnilegir ef þeir halda áfram að æfa og sama er að segja um þá yngstu í knattspyrnunni. Að lokum vildi ég svo segja að mér finnst félagslífið í Val gott. Það væri gaman að fara, þó ekki væru nema smáferðir á sumrin, og svo væri gaman að haldnir væru fleiri fundir, þeir eru skemmtileg- ir, sagði hinn knálegi niðji Stein- dórs okkar frá Gröf, að lokum. Lárus Loftsson, þjálfari 5. fl. Það œtti að vera þegnskylda eldri leik> manna að sinna yngri flokkunum((. Margir Valsmenn munu hafa fylgzt með hinni hörðu baráttu, sem fimmti flokkur átti við hina ágætu jafnaldra sína úr Víkingi, og endaði með sigri Vals-drengj- anna, og þeir sem ekki vissu um þessar þrjár orustur vestur á Mel- um, geta nú kynnzt því örlítið í þessu blaði. Það er svo oft sem bar- átta, elja og starf ungu flokkanna kemur ekki fram í sviðsljósið, það eru ekki barðar bumbur þótt unnið sé íslandsmót í þessum flokkum, eigi að síður er það sögulegur við- burður í starfi félagsins, viðburður sem gefur fyrirheit um framtíðina, að félagið stefni hærra og hærra í Lárus Loftsson, einn þeirra ungu manna Vals, sem með atorku og áhuga undirbyggja framtíð félagsins. íþrótt sinni, að þar séu á ferðinni Islandsmeistarar í næstu aldurs- flokkum, og þó fyrst og fremst góðir félagar á hverjum tíma. Það er líka oft svo að það er ekki svo mikið spurt um hver það sé sem stendur á bak við hina sigur- sælu flokka yngstu félaganna. Hver hefur svo staðið á bak við fimmta flokk Vals í sumar, og náð þessum árangri ? Hann heitir Lárus Loftsson, ungur maður geðþekkur, áhugasamur og einlægur Valsmað- ur. Við báðum hann að svara nokkr- um spurningum varðandi starf hans við þjálfun 5. flokks. Hvað hefur þú æft 5. flokkinn lengi? Þetta er þriðja árið sem ég hef þjálfað og leiðbeint drengjunum í 5. flokki. Finnst þér þetta skemmtilegt? Já, þetta er mjög skemmtilegt starf, og mun skemmtilegra en flesta grunar. Hefur þetta ekki verið tauga- æsandi í þessum úrslitaleikjum öll- um? Svo sannarlega, ég hef þjáðst af spenning, maður sefur varla á næt- urnar, og ég held það hafi aldrei verið eins æsandi og í sumar, en svo slaknar þægilega á öllu þegar flokkurinn hefur unnið. Ert þú einn með flokkinn? Já, í sumar hef ég verið aðeins einn, og það er of lítið, því þegar flestir koma á æfingarnar eru þeir um og yfir 100, sem svo fækkar þegar drengirnir fara í sveit og sumarfrí. Að mínu viti þyrftu að vera þrír menn, sem önnuðust 5. flokk, ef um einhverja verulega kennslu og tilsögn ætti að vera, fyrir alla þá sem sækja æfingarnar að jafnaði. Það ætti að vera allt að því þegn-

x

Valsblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.