Valsblaðið - 24.12.1967, Síða 47
VALSBLAÐIÐ
45
Dansinn í fullum
gangi í Laugardal.
Ileynir á í höggi við
tvo, en Hermann fylg-
ist með og er tilbúinn.
sé, hvað liðin voru jöfn í fyrri
leiknum, en það er að skapi áhorf-
enda. Það tryggir líka að hver ein-
asti leikmaður gerir sitt ítrasta til
að ná takmarkinu, verði veðurguð-
irnir okkur hliðhollir ætti að verða
metaðsókn.
Spurningunni um það hvorum
tekst að sigra, er ekki svo gott að
svara, því styrkleiki liðanna er það
svipaður. Hvernig væri það með
2:2, var spá okkar fyrir leikinn í
Reykjavík, og vorum við langt frá
því sanna ? I þetta sinn er spá okk-
ar ennþá vogaðri, og ætlum við að
spá sigri okkar 3:1.
Með sigri Jeunesse mundi fé-
lagið ná því í þriðja sinn að kom-
ast upp úr fyrstu umferð, því 1959
komst Juenesse í aðra umferð með
sigri yfir Lodz frá Póllandi, og
1963 sigruðu þeir finnska liðið
Valkeakoski.
Sú staðreynd að Valur ætli að
leika betur en í Reykjavík, breyt-
ir ekki spá um úrslitin. Það er
varla við því að búast að Jeunesse
verði aftur svo ólánsamt að fjórir
menn þess verði meiddir í hði þess,
þannig að íslendingarnir munu
vissulega mæta ákveðnari og sókn-
djarfara liði nú.
Vert er að geta þess að í leikn-
um í Reykjavík var leikið fast, en
þó án viljandi lögbrota, sem er
ánægjulegt að skýra frá. Valsliðið
leikur nefnilega dæmigerða enska
knattspyrnu. Þeir gefa sig í leik-
inn af öllum kröftum og vilja, og
sækja að marki mótherjans með
snöggum og beinsendingum hinna
fljótu útherja. Þessi leikaðferð
hentar vel vinstri útherja og mið-
herjanum Gunnarssyni, sem kunna
vel að koma hinni beztu vörn í
vandræði. Báðir innherjarnir,
Elíasson og Alfonsson hafa mjög
mikið úthald, sem reyndar allir
liðsmenn liðsins geta státað af.
Þessir tveir hafa góða knattmeð-
ferð, og skilja vel, að gefa langar
sendingar fram og koma þannig
hinum framherj unum í bardagann.
Auk þess vakti hinn kröftugi og
trausti miðframvörður, Einarsson,
athygli okkar, en hann er aðeins
19 ára gamall. Hann skipuleggur
vörnina sem gamall, reyndur leik-
maður, og vann flest skallaeinvígi.
Þessvegna vil ég gefa Jeunesse-
leikmönnum það góða ráð, þrátt
fyrir aðstöðumuninn, að leika á
heimavelli, að taka ekki leikinn of
létt. Það væri ekki í fyrsta sinn að
lið sem talið er líklegra til sigurs,
beri lægri hlut.
Hinir „granit“-höi-3u íslending-
ar voru enganveginn sterkari en
meistararnir okkar,“ segir
,,Tagblatt.“
Um þennan leik hefur lítið sem
ekkert verið sagt í íslenzkum blöð-
um, ritstjórnin hefur fengið í
hendur eintak af dagblaðinu
,,Tagblatt,“ sem gefið er út í Lux-
emburg, en þar er rætt 2. okt. um
leikinn og fer það hér á eftir í
lauslegri þýðingu aðeins stytt:
„Jeunesse tókst það ekki, þrátt
fyrir 3:3, komst Valur í aðra um-
ferð. — Samt voru öll skilyrði fyr-
ir Jeunesse, því 7000 áhorfendur
komu á leikvanginn til að hvetja
og örfa fulltrúa Luxemburg til
hins ýtrasta. Jeunesse stóðst ekki
taugaraunina, því sjaldan höfum
við séð meistarana okkar leika svo
skipulagslaust. Það hefði verið
hægt að ná tökum á liði Vals, af
vel upplögðu Jeunesse-liði, því hin-
ir „granit“-hörðu Islendingar voru
engan veginn sterkari en meistar-
arnir okkar, og höfðu flestir áhorf-
enda búizt við sigri okkar.
Það var að sjálfsögðu mikið ó-
happ fyrir liðið er Taglíatesta
meiddist á 7. mínútu leiksins, og
verða svo að leika með 10 menn í