Valsblaðið - 24.12.1967, Síða 49
VALSBLAÐIÐ
47
Valur—Jeunesse í Luxemburg: Sigurður Dagsson „kíkkar“, jú, þarna er hann,
en hver nær honum, Halldór lengst til hægri, eða Þorsteinn, sem á í höggi við
Jeunesse-mann eða þá Sigurður segir myndin ekki til um.
varnarlaus er Digenova skaut aft-
ur.
Einni mínútu fyrir leikslok fékk
meistaralið okkar vítaspyrnu á Val
fyrir hendi varnarmanns (Leik-
mönnum Vals ber saman um, að
það hafi verið hendi Sigurðar
Dagssonar, sem snerti knöttinn!
(Ritstj.).
Langer skoraði 3:3. Þetta nægði
Val til að komast áfram í Evrópu-
keppninni.
Valur í aðra mnfer’ð
EvrópubikarÍcevpninnar.
Þráðum áfanga var náð, að kom-
ast áfram í Evrópubikarkeppninni,
það hafði öðru íslenzku knatt-
spyrnuliði ekki tekizt til þessa, en
allri vegsemd fylgir vandi. Miklar
vangaveltur fylgdu þessum úrslit-
um, um það hvað gera skyldi. Sum-
ir vildu bjóða Vetri konungi birg-
inn, og láta hina ungversku meist-
ara komast í kynni við hann, það
gerði ekki svo mikið til þótt hann
kældi þá örlítið, og þeir trúðu því
og treystu að hinir trúu og áhuga-
sömu knattspyrnuáhorfendur
mundu glaðir skjálfa sér til hita í
90 mínútur, við að horfa á Vargas
og Val, næstum hverju sem á
gengi, og þar með yrði öllu „redd-
að.“ Aðrir voru svartsýnni og sáu
hundruð þúsunda tjón í krónum,
trúðu ekki á vægð vetrarins, eða
aðsókn áhorfenda, kuldinn og
krömin myndi hræða þá af vellin-
um. Þetta var að því er virtist allt
komið á það stig að það hefði verið
mikil óheppni fyrir Val að hafa
staðið sig svona vel!
Hér varð nú ekki aftur snúið,
áfram varð að halda, og allt í ó-
vissu hvert yrði farið næst, þar til
dregið var 20. október um það,
hvaða lið lentu saman í annarri
umferð, og þá komu upp ungversku
meistararnir sem næstu mótherjar
Vals.
Hófust þá þegar fundahöld hjá
knattspyrnudeild og aðalstjórn,
um livað gera skildi, og tekið að
spá í þetta, hvernig bezt væri að
taka á málinu. Kom fljótt fram
ótti við leik hér heima vegna veðra,
og á það minnzt að leika báða leik-
ina úti. Fara nú skeyti á milli Ung-
verja og Vals og ýmsar tillögur
koma fram, þar á meðal að Ung-
verjar komi fyrst heim, en þeir
áttu fyrri leikinn heima hjá sér,
og færi sá leikur fram sunnudag-
inn 5. nóv. og síðasti leikurinn svo
15. í Búdapest.
Að þessu var svo unnið. Vegna
vantrúar á aðsókn átti að efna til
happdrættis, þar sem vinningur
var ferð til Búdapest og heim aft-
ur, ennfremur voru ráðstefnur
með stjórn iBR og fleirum um
eftirgjöf á vallarleigu, takmörkun
á boðsmiðum o.fl., og var þessi
málaleitan Vals mjög vel tekið.
Þegar forráðamenn Vals voru á
fundi með blaðamönnum er for-
maður deildarinnar kallaður í
síma og var erindið það að Ung-
verjar geta ekki komið hingað og
leikið 5. nóv., en bjóða um leið að
Valur leiki báða leikinaíUngverja-
landi og tilnefndu dagana 15. og
17. nóv. Samið var síðan um þessa
daga, og var samið um fríar ferðir
og uppihald fyrir Val.
„Ekki séð eins góðwn leikkafla“,
segir Sigurður Ólafsson um síð-
ari leikinn í Ungverjalandi.
Því miður hafa blaðinu ekki bor-
izt blaðadómar frá leik Vals og
Vargas í Búdapest, en við tókum
það ráð að ræða við Sigurð Ólafs-
son, sem var gestur í för þessari
og því hlutlaus, og segir hann frá
móttökum, leikjunum og öðru er
förina snerti. Sigurður sagði m.a.:
Móttökur Ungverjanna voru
frábærar á alla lund, vorum settir
á mjög gott hótel, og farið var með
okkur um borgina og sýndir merk-
ir staðir og byggingar og listaverk.
Farið var með okkur á Nep-leik-
vanginn, sem tekur um 100 þúsund
áhorfendur. Er það mjög glæsileg-
ur leikvangur í alla staði. Við hlið
hans er annar völlur, sem nær ein-
göngu er notaður fyrir leikmenn
til að hita sig upp fyrir leiki, og
þar hafði liðið stutta æfingu. Nep-
leikvangurinn er opinber leikvang-
ur, en eigi að síður komu fjölmarg-
ir borgarar til þess að vinna í
þegnskaparvinnu til að flýta fyrir
byggingunni. Það virðist ekkert til
sparað. í göngum víða eru gólf og
veggir lagðir marmara, og inn í
milli komið fyrir myndum úr
íþróttalífinu. Allt er þar sérlega
hreinlegt og vistlegt. —
— Ungverjar eru einhver bezta
knattspyrnuþjóðin í Evrópu, og