Valsblaðið - 24.12.1967, Síða 51

Valsblaðið - 24.12.1967, Síða 51
VALSBLAÐIÐ 49 Benedikt Jakobsson, íþróttakennari ferðin hin skemmtilegasta, og vil að lokum segja að það var einnig skemmtilegt að verða var mjög góðrar samvinnu fararstj órnar og liðsmanna, og að framkoma liðs- manna var bæði utan vallar sem innan til fyrirmyndar, sagði Sig- urður að endingu. Og þetta voru skemmtileg loka- orð úr munni Sigurðar, því oft hefur á ýmsu gengið um utanferð- ir knattspyrnumanna. ,,Betri árangur en ég bjóst við,“ sagði Óli B. Jónsson. Við spjölluðum svolítið við okk- ar ágæta þjálfara, Óla B. Jónsson og spurðum hann tíðinda úr ferða- laginu. Hann sagði m.a.: Ég verð að segja það að árang- urinn varð betri en ég bjóst við. Þó er mikill munur á þeim og okk- ar mönnum. Þó var það svo að í fyrri leiknum var ekkert mark skorað í síðustu 40 mínúturnar. í hálfleik stóðu leikar 4:0, og svo skoruðu þeir tvö til viðbótar á fyrstu mínútunum og svo ekki sög- una níeir. Við lékum alltaf með 3 miðframverði og miðuðum allt við það að byggja upp sterka vörn. Þeir ná því að brjótast tvisvar í gegn, eitt var sjálfsmark, en öll hin úr „þvögu.“ Vörnin var því sterk. I síðari leiknum spjara okkar menn sig mun betur og undir lokin er sóknin það að við fáum 8 hornspyrnur í síðari hluta síðari hálfleiks. Þó við hefðum skorað 3 mörk, hefði það ekki verið nein heppni. Hermann er kominn inn fyrir, en markmað- ur nær að slá knöttinn í horn. Birgir slapp innfyrir, en dettur á vítateig og tækifærið var glatað. Bergsteinn skaust innfyrir, er sparkað var þangað, en hann er dæmdur rangstæður, sem ég tel rangt og fólkið var á sömu skoð- un. Eftir leikinn sögðu Ungverj- arnir, að liðinu hefði farið mjög fram í þessum leikjum, og ef þeir fengju að leika fleiri leiki við svona sterkt lið, mundu framfar- irnar enn aukast til muna. Ég er á sama máli um það að Valur hefði mjög gott af því að fá fleiri leiki við lið, sem eru mun betri en þeir eru. Ég vildi sannarlega eiga kvik- MINNING Á þessu ári sem nú er að líða, andaðist Benedikt Jakobsson íþróttakennari eða nánar til tekið 29. marz. Okkur \ ai 'mönnum þykir hlýða að minnast Benedikts með nokkr- um orðum nú þegar hann er allur, og horfinn sjónum okkar. Við hin- ir eldri félagar í Val, sem komum við sögu um og eftir 1930, áttum því láni að fagna, að komast í kynni við Benedikt á þeim árum, einmitt þegar hann kom heim frá löngu íþróttanámi í Svíþjóð. Hann er þá, eins og raunar alla tíð síðan fullur áhuga um íþróttir, og vildi allstaðar koma til liðs við hug- sjón sína, og miðla öðrum af þekk- ingu sinni. Þá urðum við Vals- menn aðnjótandi þekkingar hans og áhuga, einmitt á þeim árum þegar við vorum að ná langþráðu marki, að komast í fremstu röð knattspyrnufélaga. En það er oft erfitt að halda sér á toppi til lengd- ar, og þar var hann um skeið okkar mikla hjálparhella. Hann tók okk- mynd af síðustu 20 mínútunum í síðari leiknum. Þar komu allir með í sóknaraðgerðirnar eftir því sem á stóð. Þannig komu bakverðirnir fram í sóknina, en einhver kom í þeirra stað á meðan. Ég er í heild mjög ánægður með ferðina, bæði allar móttökur, og samstarf fararstjórnar og leik- manna. Hvað segir þú um sumarið í heild ? Það var ánægjulegt að vinna Is- landsmótið, en ég er samt ekki ánægður með samleikinn — spilið — þeim hættir svo til að gleyma að hugsa og böðlast áfram, þótt allt sé lokað, í stað þess að líta upp, hugsa, og þá nota góða menn fyrir aftan sig, og hef ja sókn, láta knött- inn ganga. Mér finnst þetta oft svo tilviljanakennt. Stundum eiga þeir góða leikkafla, en stundum er eins og þeir missi tökin á leiknum. Ég Benedikt Jakobsson, ur í þrekþjálfun ef svo mætti segja allan veturinn, og að því bjugg- um við allt næsta sumar. Þetta var því einn þátturinn í því að efla knattspyrnugetu okkar á þessum árum, og má segja að við höfum búið að þessu árum saman. Þannig voru áhrif hans innan Vals, og þó var það lítið brot af því, sem hann lagði til íslenzkra íþróttamála. er að vona að þeir hafi lært af leikjunum móti Vargas, þar kom einmitt fram að þeir geta gert bet- ur, þeir sáu árangur af þeirri kenningu að: Vera allir með, að láta knöttinn ganga — og hugsa, sagði Óli að lokum. Elías Hergeirsson formaóur Knattspyrnudeildar: Ég er ánægður með ferðina í heild. Móttökur voru mjög góðar í alla staði. Fyrri leikurinn var slak- ur af okkar hálfu, en síðari leikur- inn var góður, þeir náðu vel sam- an, og eins og þeir smituðust af Vargas-leikmönnunum. Samstarf fararstjórnar og leikmanna var mjög ánægjulegt. Það verður því ekki annað sagt en að þessi þátttaka Vals í Evrópu- meistarakeppninni hafi verið lær- dómsríkur og sögulegur þáttur í starfsemi félagsins. F. H.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Valsblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.