Valsblaðið - 24.12.1967, Qupperneq 55
VALSBLAÐIÐ
53
siglingum í seinasta stríði og hafa
þá margir búið í haginn fyrir sig.
Til Klakksvíkur komum við um
þrjú leytið. Á bryggjunni tóku á
móti okkur íþróttaleiðtogar bæjar-
ins, því hér bjuggu nú Færeyja-
meistararnir. All mikið rok var nú
komið og leizt mönnum ekki á blik-
una, því við vildum ekki bíða með
leikinn til morguns, fimmtudags,
því á föstudag áttum við að keppa
við H. B. í Þórshöfn, og ef til vill
þann þriðja í röð við úrval úr
Þórshöfn. Með okkur til Klakks-
víkur kom fulltrúi I. S. F. og hon-
um var það að þakka að engu var
breytt. Leikurinn hófst kl. um 6
e. h., þá var komið afspyrnu rok
og fór versnandi. Stóð rokið á
þveran völlinn og fór boltinn 45
sinnum út af í fyrri hálfleik. Okk-
ur tókst að skora eitt mark og
gerði Stefán Hallgrímsson það.
Þegar 20 mín voru liðnar af
seinni hálfleik voru margir leik-
mannanna komnir í skjól fyrir
utan völlinn, og má segja okkar
mönnum það til hróss, að þeir fóru
ekki' á undan út af. Hér þýddi ekki
annað en að hætta, og var það
gert. Svo mikið var rokið að varla
var stætt, og ekki bætti það úr, að
haglél var líka. Eftir leikinn var
kaffisamsæti fyrir okkur og voru
menn þá heldur farnir að hress-
ast. Þar var sungið, ræður fluttar
og skipzt á gjöfum og merkjum fé-
laganna. Heldur þótti þeim súrt í
brotið, að fá ekki að spila annan
leik við okkur, en úr því varð þó
ekki, sem betur fór. Það er hæg-
ara fyrir heima menn að jafna
sig eftir svona útreið, því allir bún-
ingar og jafnvel fötin voru gegn-
blaut og annað en gaman að fara
aftur í allt blautt og skítugt. Eftir
kaffið var okkur boðið á ball og
fórum við allir þangað. Alveg urð-
um við hissa hvað kom af fólki í
þessu líka veðrinu. Það var annars
mesta furða, hvað menn náðu sér
fljótt eftir volkið, og held ég, að
flestir hafi skemmt sér prýðilega
Til dæmis sögðu kunnugir að sum-
ir hefðu stigið þarna fyrstu dans-
sporin sín, en svo var víst, að allt-
af urðum við fyrstir út á gólfið og
var það glæsileg sjón, þegar þessi
stóru drekar sveifluðu dömunum í
kringum sig eins og prússneskir
herforingjar eða skógarmenn. Um
2 leytið var haldið heim á leið.
Flestir sváfu á hótelum, en hinir
í prívat húsum. Það var ekki að
furða þó einn forsvæfi sig morg-
uninn eftir og yrði kyrr í Klaks-
vík einn dag í viðbót. Þetta kom
ekki að sök, en trúað gæti ég að
sumum hafi ekki verið skilað sárs-
aukalaust aftur. Morguninn eftir
flutti Pride okkur aftur beina veg-
inn til Þórshafnar Við þóttumst
vel hafa sloppið, því sagt var, að
þeir í Klakksvík væru óvenjufastir
fyrir og er þá mikið sagt.
Á föstudeginum spiluðum við
HB í Þórshöfn. Leikurinn var
mjög svipaður leik okkar við B36.
Við unnum 2 mörk gegn einu.
Hilmar skoraði fyrra markið en
Gunni Gunn sigurmarkið, eins og
í leiknum við B36. Þórshafnarlið-
in eru bæði mjög svipuð að styrk-
leika og eiga bæði nokkra góða
leikmenn. Þó er það einkennandi
fyrir bæði liðin, hve gamlir leik-
mennirnir eru. Það mátti heyra á
þeim í Þórshöfn nokkurn kvíða út
af þessu og er það ekki að ástæðu-
lausu, því einhvern tíma kemur að
því, að menn leggi skóna á hill-
una. Þeir eru með á prjónunum
ýmsar breytingar og hafa þá helzt
löngun til þess að fá þjálfara og
reyna á ýmsan hátt að hæna yngri
menn að knattspyrnunni. 28. ágúst
kepptum við svo við úrval úr Þórs-
höfn. Þessi leikur var ekki ráð-
gerður, en við töldum það ekki eft-
ir okkur að spila við þá aukaleik,
þar sem ekkert óhapp hafði komið
fyrir í undanfarandi leikjum. Ur-
valið var allmiklu sterkara en hin
liðin. Við skoruðum fyrst, en þeir
skoruðu síðan tvö mörk og tókst
okkur ekki að jafna. Við létum
þetta ekkert á okkur fá og sung-
um aldrei meira í búningsherberg-
inu, en einmitt á eftir þennan leik.
Völlurinn var mjög blautur og var
lækurinn, sem rann við völlinn,
eins og stórt fljót. Guðbrandur
þurfti nokkrum sinnum að ná í
boltann út í Gundadalsá og náði
vatnið honum í mitt læri. Sögðu
Færeyingarnir að völlurinn hefði
verið „sum eitt rúnudíki og tað
oysregndi“. Allir voru hressir og
kátir, því um kvöldið skyldi haldið
Valsmannaveizla í Þórshöll. For-
maðurinn Martin Holm bauð gesti
velkomna. Þar töluðu líka formenn
HB og B36 og færðu þeir allir
gjafir til handa Val og árnuðu
okkur allra heilla. Jóhann farar-
stjóri þakkaði og færði þeim merki
og flaggstöng að gjöf. Einnig gaf
hann I. S. F. íslenzkan Val úr
keramik. Hápunktur skemmtun-
arinnar var það. þegar Loftur,
klæddur kvenbúningi, kom fram
á senu og söng nokkur lög. Þótti
Færeyingum þetta frábær skemmt-
un. Á eftir var dansað og var ekki
hætt fyrr en undir morgunn. Gam-
an þótti okkur að fá tækifæri til
þess að dansa færeyskan dans.
Færeyski þjóðdansinn og þjóð-
kvæðin er merkilegt menningar-
fyrirbæri. Um aldir hefur sá siður
haldizt, að þegar löngu dagsverki
var lokið kom heimilisfólkið sam-
an í reykstofunni svokölluðu.
Kvöldseta, kvæðalestur hófst og
sögur voru sagðar. Nú er þessi
aldagamli þjóðarsiður að hverfa.
Það er sagt að enginn komi til
Færeyja, nema hann komi til
Kirkjubæjar. Á sunnudeginum 30.
ágúst var okkur boðið þangað.
Leiðin frá Þórshöfn til Kii'kju-
bæjar er aðeins 11 km. Við ókum
í þægilegum bílum um hrjóstrugt
heiðaland, brátt blasir við reisuleg
bygging, Kirkjubær. Það vekur
fyrst eftirtekt okkar, að hérna er
eini staðurinn í Færeyjum, þar
sem notaðar eru nýtízku vinnuvél-
ar, enda mun hér vera einskonar
bændaskóli. Elzti hlutinn af húsa-
kynnum Kirkjubæjar er safnhús.
Þetta er bjálkabygging, sem stað-
ið hefur hundruð ára og getur
vafalaust staðið langan aldur enn.
Hér eru geymdir gripir ýmiskonar,
margir þeirra aldagamlir. Þegar
við komum þangað, stendur mið-
aldra maður fyrir dyrum úti og
býður okkur velkomna að Kirkju-
bæ. Maður þessi er Páll Patursson,
sonur Jóhannesar Paturssonar, er
mest barðist fyrir frelsi Færeyja.
Páll er nú kóngsbóndi að Kirkju-
bæ og hefur komið nokkuð við
sögu frelsisbaráttu þjóðarinnar.
Við skoðuðum svokallaða biskups-
stofu, er okkur var sagt væri 810
ára gömul. Þar var allmikið forn-
ritasafn, bæði færeyskra og ís-
Framhald á bls. 59.