Valsblaðið - 24.12.1967, Side 58
56
VALSBLAÐIÐ
Gísli Sigurbjörnsson til v., mjög Vals-
sinnaður „Víkingur". Til h.: Hanz Wick-
mann, góður fylgdarmaður og félagi.
Gunnar Hörður Björgvin
Ægir Sigurður
en Albert Guðmundsson kom inn á
fyrir Hörð.
Að vonum voru menn slegnir
eftir þessar ófarir, en í veizlunni,
sem okkur var haldin á eftir
hresstust menn dálítið. Gísli hélt
ræðu og færði Þjóðverjunum
fálka að gjöf, en við feng-
um bækur og skjöld með knatt-
spyrnumanni á. Undir borðum
var sungið mikið og lék Her-
mann á fiðlu við mikinn fögn-
uð. Mjög var orðið framorðið, þeg-
ar komið var aftur til Barzighau-
sen. Næsta dag, 3. sept., var risið
árla úr rekkju og morgunverður
snæddur. Nú skyldi haldið upp í
Harzfjöll, en ekki veitti af degin-
um, því margt var þar að sjá og
leiðin löng. Um hádegisbilið var
komið til eins af æskulýðsheimil-
um Knattspyrnusambands Neðra-
Saxlands, og snæddur hádegis-
verður. Eftir matinn var gengið
um húsakynnin og þau skoðuð, en
allt var þarna til hreinnar fyrir-
myndar. Síðan var ferðinni hald-
ið áfram og ýmsir merkir staðir
skoðaðir. Mikil náttúrufegurð er
þarna og ekið var skammt frá
Brocken, en það er hæsti tindur
Harzfjalla og er mjög frægur úr
þýzkum þjóðsögum. Eftir að hafa
ekið um skógvaxna hálsa og djúpa
dali var áð í Bad-Harzburg, en það
er Hveragerði þeirra Vestur-Þjóð-
verja. Hingað komu sjúklingar
langt að og fengu hjúkrun. Kvöld-
verður var snæddur í lítilli þorps-
krá.
Til Barzighausen var komið um
miðnætti. Að loknum morgunverði
daginn eftir, var æfing. Eftir há-
degi var farið til Hannover og
gerðu menn innkaup. Komið var
aftur til Barzighausen fyrir kvöld-
mat. Snemma var farið í háttinn
þetta kvöld, því daginn eftir skyldi
reynt að hefna ófaranna í Wolfen-
búttel. Næsti dagur, 1. sept. var
einn hinn skemmtilegasti í förinni.
Meðan á morgunverði stóð kom
hópur ungra stráka, sem bjuggu
í Barzighausen um þær mundir og
söng fyrir okkur. Þá færðu þeir
okkur lítinn blómsturvasa með
fallegum blómum í. Þetta var mjög
eftirminnileg og hátíðleg stund.
Tíminn til hádegis var notaður til
ráðagerða um taktík og annað er
við kom leiknum. Þá hafði Wick-
mann fund með strákunum og gaf
þeim góð ráð og bað þá nú að
standa sig, því ef þeir ynnu leikinn
í dag, þá væri ferðinni knatt-
spyrnulega borgið. Eftir hádegið
var lagt af stað til Hildesheim, en
þar skyldi keppt. Leiðin þangað er
iy2 tíma ferð. Hildesheim hefur
verið mjög fallegur bær, en var
lagður næstum allur í rúst í stríð-
inu. Mjög mikið hefur verið byggt
upp og búa nú þar milli 70—80
þúsund manns. Þrátt fyrir að
veðrið væri ekki sem bezt var all
mikið af fólki komið til að sjá leik-
inn. Ekki er að vita, hvort allir
Þjóðverjarnir sem sáu leikinn hafi
verið eins ánægðir og þeir í Wol-
fen búttel, eftir leikinn, en a. m. k.
við í ísl. nýlendunni vorum ánægð-
ir. Leikurinn var okkur til hins
mesta sóma, þar sem a. m. k. 6 af
beztu leikmönnum Þjóðverja frá
því í seinasta leik léku með. Ægir
skoraði eina mark leiksins, ágætt
mark. Einar lék nú með og var
það mikill styrkur fyrir liðið. Það
má segja að allir hafi staðið sig
með ágætum.
Við unnum þennan leik 1:0.
Þessir léku:
Björgvin H.
Árni Magnús
Einar
Halldór Páll
Gunnar Hilmar Björgvin
Ægir Sigurður
Eftir leikinn var okkur haldinn
veizla í kjallara ráðhússins. Þar
voru mættir helztu fyrirmenn
borgarinnar, en svo var það alltaf.
Það virðist, að þeir hafi meiri tíma
aflögu heldur en kollegar þeirra
hérna heima. Þarna var Karl Laue,
og helztu aðstoðarmenn hans í
knattspyrnusambandinu þrátt
fyrir að þeir hefðu öðrum hnöpp-
um að hneppa, en þeir sáu um
landsleikinn við Rússa, sem fór
fram í Hannover nokkrum dögum
seinna. Veizla þessi var mjög
glæsileg og eftirminnileg. Margar
ræður voru fluttar og færðu þeir
okkur góðar gjafir. Borgarstjór-
inn færði okkur mynd af Ráðhús-
inu gerðu úr kopar, en Karl Laue
bikar einn fagran frá knatt-
spyrnusambandinu til minningar
um komuna. Gísli þakkaði fyrir
okkur og færði Karl Laue ísl. fána-
stöng og þeim í Hildesheim fálka
úr leir. Áliðið var orðið, er staðið
var upp frá borðum. Við kvöddum
nú gestgjafa okkar og þökkuðum
fyrir okkur. 2. sept. var risið árla
úr rekkju og morgunverður snædd-
ur. Síðan var farangur tekinn
saman og komið fyrir úti í bíl. Við
kvöddum nú þetta ágætis fólk í
Barzighausen og þökkuðum hrærð-
ir í huga fyrir allan þann góða við-
urgjörning, sem við höfðum notið
Úlfar Þórðarson og frú, sem fylgdust með
flokknum í Þýzkalandi.