Valsblaðið - 24.12.1967, Síða 61
VALSBLAÐIÐ
59
Daginn eftir þetta samtal gekk
ég með einhverjum piltum niður
Bakarabrekku og kemur þá maður
á móti okkur, yfir brúna á lækn-
um. Hann tók ofan að fyrra bragði,
draup höfði til mín og gekk áfram.
Hann gekk mjög hratt. Það kom
fát á mig og ég áttaði mig ekki á,
hver þetta væri. Einn af piltunum
sagði: Hvaðan þekkir Indriði Ein-
arsson þig? Þá rann upp ljós fyrir
mér. Ég fann að ég roðnaði af
gleði. Það var fyrsti maðurinn, sem
ég veit að tæki ofan fyrir mér. —
Ég var hreikinn með sjálfum mér,
en lét ekki bera á því við hina.
Næsta þriðjudag var ég tekinn í
Verðanda og varð hrifinn af vin-
áttusiðunum. Ég varð brátt áhuga-
mikill félagi í stúkunni og kynnt-
ist mörgu góðu fólki. Mest þótti
mér varið í Indriða og frú hans,
og var hann mér svo ljúfur að
hann tók mig stundum með sér á
í skemmtigöngu og talaði við mig
um bókmenntir og fræddi mig um
margt. Ég gleymi aldrei kvöldi
einu milli jóla og nýárs ári seinna,
er við gengum saman inn í öskju-
hlíð. Það var blæjalogn og tungl-
skin og hrímþoka lá yfir hið neðra
og sveipaði bæinn gráhvítri slæðu,
en hvítur hrím-friðarbogi stóð yf-
ir bænum. Það var mjög einkenni-
leg fegurð, og svo var Indriði að
segja mér uppistöðu í hugsuðu
leikriti, sem var að myndast í huga
hans. — Ég var fullur lotningar
yfir því láni að vera tekinn af slík-
um manni inn í bókmenntatrúnað
hans. Mér fannst ég fá meira
manngildi og sál mín teigaði í sig
tvær fegurðarnautnir í einu: nátt-
úruna og listirnar.
Séra Friðrik Friðriksson.
Undirbúningsárin.
Minningar frá æskuárum.
FÆREYJAFERÐ
lenzkra. Mörgum verður þessi ferð
minnistæð. Það var ógleymanlegt
að teyga í sig þetta ramm-færeyska
andrúmsloft, þar sem Dönum hef-
ur aldrei verið sýnd nein linkind.
Við Islendingar megum vera stolt-
ir yfir því, að íslenzkt blóð skuli
renna í æðum þessa ágæta fólks.
Erlendur, bróðir Páls, var þarna
með okkur allan daginn. Hann
fylgdist vel með íþróttamálum í
Færeyjum. Til dæmis var hann sá,
sem aðallega sá um móttöku Vík-
ings í sumar. Þeir bræður töluðu
báðir íslenzku vel, enda báðir
menntaðir hér á landi. Það er sagt,
að engir fái eins góðar viðtökur í
Kirkjubæ og Islendingar. Það er
gleðilegt til þess að vita, og er það
sönnun þess, að þeir vilja helzt
allr eiga vingott við okkur og væri
okkur það mikill sómi, ef við gæt-
um komið eins fölskvalaust fram
við þá og þeir við okkur. Um kvöld-
ið héldu flestir í Sjónleikarahúsið
og fengu sér snúning. Þetta var
seinasta kvöldið í Færeyjum, og
er ekki að efa, að margir skemmtu
sér konunglega. Daginn eftir
kvöddum við Þórshöfn og héldum
til Tvöroyri. Margir komu til að
kveðja okkur og var engu líkara
en að sumt fólkið, sem við bjugg-
um hjá, væri komið til að kveðja
nánustu ástvini sína, svo mikill
var innileiki þessa ágæta fólks. Við
gátum lítið aðhafzt, nema sungið
og hrópað húrra, en þó held ég að
fólkið muni okkur enn, og að við
með framkomu okkar höfum held-
ur aukið hróður Islands í Færeyj-
um. Báturinn, sem flutti okkur til
Suðureyja hét Tórshavn. Hann var
ekki stór, en vel byggður. Á leið-
inni fengum við hið versta veður
og urðu næstum allir sjóveikur, og
sumir voru nær dauða en lífi og
held ég, að fyrirliðinn hafi þar
slegið met. Eftir 4y2 klst. siglingu
komum við til Tvöroyri. Þar var
tekið á móti okkur með kostum og
kynjum. Við vorum keyrðir hið
fljótasta í húsin, þar sem við átt-
um að halda til, til þess að við gæt-
um hvílt okkur fyrir leikinn, sem
átti að byrja eftir 2 klst. Því miður
var veðrið ekki sem bezt, og leizt
19 5 2 — Framh. af bls. 53.
okkur bölvanlega á allt. Þó átti
þetta eftir að breytast. Við unnum
leikinn 3 :1 og er það alveg furða,
því menn voru vægast sagt illa fyr-
ir kallaðir. Um kvöldið var dýrðleg
veizla og dansað á eftir. Þessi
kvöldstund verður ógleymanleg,
svo glæsilegar voru móttökurn-
ar af hálfu þeirra í T.B. Þarna
fannst okkur ríkja hinn mesti
íþróttaandi, sem fyrir fundum í
allri ferðinni, að öllum ólöstuðum.
I hófinu voru margar ræður flutt-
ar og skipzt á gjöfum. Dómarinn
talaði t. d. fimm sinnum og var
hann að afsaka dóminn og er ég
ekki fjarri, að hann hafi mátt það.
Hafsteinn, fyrirliði, hélt snjalla
ræðu og hrósaði dómaranum, þó
að hann hafi fundið að honum,
meðan á leiknum stóð. Hann skýrði
frá því, að einu sinni hefði dómar-
inn sagt við sig „no good gamli“
og gæti ég trúað, að einhver dómar-
anna hefði tekið meira upp í sig
við svipað tækifæri. Við sungum
mikið, bæði íslenzka og færeyska
söngva, sem við lærðum í ferðinni.
Allt var þetta hin prýðilegasta
skemmtun, og hin eftirminnileg-
asta og er þá mikið sagt. Daginn
eftir var okkur boðið í bíltúr. Við
skoðuðum eyjuna í ágætu veðri og
fannst mikið til um fegurð hennar.
Þegar við komum aftur til bæjar-
ins, beið okkar rjúkandi kaffi og
kökur. Þessi seinasti dagur í Fær-
eyjum var fljótur að líða, enda var
það svo. að menn voru að koma til
skips, er búið var að sleppa. Allt
fór samt vel og enginn var stranda-
glópur, þó suma hefði langað til
þess í svip. Á hafnarbakkanum
var f jöldi fólks, og var engu líkara,
en að við hefðum dvalið allan tím-
ann, sem við vorum í Færeyjum, á
Tvöroyri. Það var sannarlega glað-
ur hópur, sem sigldi með Drottn-
ingunni til íslands í þetta skipti.
Nú þurftu menn ekki að kvíða sjó-
veiki því veðrið var hið bezta, sem
kemur á þessum slóðum. Ferðin til
Islands leið fljótt. Flestir höfðu
frá ýmsu að segj a, en þagnarheitið
verður ekki rofið hér. Það er, eins
og fyrr hefur verið sagt. saga út af
fyrir sig.