Valsblaðið - 24.12.1967, Qupperneq 63

Valsblaðið - 24.12.1967, Qupperneq 63
VALSBLAÐIÐ 61 Eg var í marki hjá EINAR BJÖRNSSON þýddi Er flokkur knattspyrnufélagsins Dynamo frá Moskvu, kom árið 1945 til Englands til keppni, var það aðeins einn leikmanna í hópn- um, sem nokkra reynzlu hafði í alþjóðlegum knattspyrnulegum samskiftum. Var það foringi liðs- ins á leikvelli, MikaelSemitsjantny. Þó hafði hann aldrei augum litið enska knattspyrnu, hvað þá heldur leikið gegn Bretum. Þá kom það einnig í Ijós, að aðeins einn hinna rússnesku knattspyrnumanna, hafði áður keppt gegn brezku liði — þessi eini var markvörðurinn þ.e.a.s. höfundur þessarar frásagn- ar. En þeir Bretar, sem ég hafði haft fyrir framan mark mitt, voru ekki af þeirri gerðinni, sem nú átti eftir að mæta í sjálfu „heima- iandi“ knattspyrnuíþróttarinnar. Þó ekki léki það á tveim tungum, að þeir væru verðugir fulltrúar enskrar knattspyrnu. Ég hafði leikið gegn þeim árið 1944 í Te- heran í keppni um „Bikar keisar- ans." En síðan það var voru liðin upp- undir tvö ár, og á þeim tíma hafði mér heppnazt að komast í það lið heima, sem síðar sigraði í meist- arakeppni Sovétríkjanna, og þeim alls 20 leikjum sem ég hafði, til þessa, leikið með Dynamo, hafði ég þó ekki „,gloprað niður“ eða misst af nema 12 boltum í netið. Hinsvegar mun vart vera til sá markvörður, sé hann þá ekki alveg skaplaus, já, og þá er hann reynd- ar enginn markvörður, sem getur með jafnaðargeði hugsað til þeirra knatta, sem sloppið hafa inn hjá honum. Enginn sigur er algjör, að áliti markvarðar, eða svo á það að vera finnst mér, ef markatala mót- herjanna rís yfir núll-stigið. Smám saman tókst mér að valda þeim vanda við markvörzluna, sem mér áður voru erfiðleikar. En þrátt fyrir allt var mér í mjög mörgu ábótavant, já, næsta algjörlega of- viða. Og innri rödd sagði: Ef þú hefðir svo breiða bringu, að þú gætir lokað markinu — ef þú að- eins hefðir fætur sem stálfjaðrir, svo þú gætir spyrnt þér horna á milli — ef þú hefðir svo langa handleggi, að þú gætir gripið sín um hvora marksúlu. — Já, ef þú hefðir, hefðir, hefðir. En jafnvel bezti markvörður víðrar veraldar er þó ekki nema maður, og verður að leysa vandann, án þess að hafa á sér yfirmannlegt snið. En nokkrir meðfæddir hæfileik- ar, traust þjálfun og sú reynsla, sem skapast smátt og smátt með þátttöku í leikjum, vegur að all- harmi gegn, að bikarinn færi að Hlíðarenda, og óskaði Val til ham- ingju með sigurinn. Sannarlega glöddu þessi orð Valsmenn, á þeirri stundu sem þau voru töluð. á stundu æstra tilfinn- inga. En Hafsteinn Guðmundsson „hélt höfðinu köldu,“ taugin til „gamla félagsins" titraði að vísu, en tognaði hvorki né slitnaði. Hafsteinn Guðmundsson stund- aði nám í Samvinnuskólanum. Hvarf síðan til frekari náms í íþróttaskóla Islands og til fram- haldsnáms í Iþróttakennaraskóla í Köln í Þýzkalandi. Að námi loknu hóf hann kennslu í íþróttum við skólana í Keflavík, Sandgerði og Garði. Árið 1957 varð hann og er enn forstjóri Sundhallar Keflavík- ur. Varabæjarfulltrúi Alþýðu- flokksins í Keflavík var hann á árunum 1958—66. Hafsteinn er kvæntur Jóhönnu Guðjónsdóttur, ættaðri úr Kefla- vík, hinni mætustu konu, eiga þau fimm börn, fjórar dætur og einn son. E.B. DYNAMO miklu leyti gegn nokkurri vöntun á líkamlegum styrkleika. Röskleiki í þjálfun og nákvæmni í störfum þar að lútandi, sem öðru, láta ekki á launum né árangri standa. Þegar t.d. markvörðurinn varp- ar frá sér knettinum, verður hann að framkvæma þá athöfn eins ná- kvæmlega og sá sem er að skjóta á mark. Er hann stekkur í loft upp, eftir knettinum, verður hann að gera það með tilburðum há- stökkvarans. Annars er það ekki sjaldgæft að hann verði að sýna listir sínar sem loftfimleikamaður. * Er til London var komið, var ég ekki síður áfjáður í það en félagar mínir, að fá tækifæri til að sjá sem fyrst enskan kappleik. Það voru margar spurningar sem við þurft- um að fá svar við. Hvernig var leikaðferðin? Hversu hættuleg var framlínan? Voru framherjarnir skotharðir og beinskeyttir ? Hvaða aðferðir myndu þeir helzt nota til að blekkja mig í markinu, er ég hitti þá í fyrsta leiknum? Myndu þeir t.d. hreinlega ráðast á mig og hrinda mér inn — bera mig ofur- liði með ofbeldi? Myndu þeir kannske nota kænlegar aðferðir, gabba mig með vippum og búk- sveiflum? Ég var vissulega mjög forvitinn að sjá samleik framherj- anna, sendingar þeirra og skot. Já, ég brann í skinninu eftir að sjá hinn fræga „markgleypi" þeirra í sóknarham. Já, sannarlega gladd- ist ég yfir því, eins og við allir, að fá tækifæri til að kynnast nokkuð hinni ensku knattspyrnuhreyfingu, leikmönnum hennar og oddvitum. Hér erum við þá komnir — með- al áhorfenda að leik Chelsea og Birmingham. Það er seinni hluti laugardags, — áhorfendapallarnir eru þétt skipaðir. Áhorfendurnir láta tilfinningar sínar í Ijós með
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Valsblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.