Valsblaðið - 24.12.1967, Side 64
62
VALSBLAÐIÐ
ýmsu móti. Þeir hrópa, blístra,
þylja stuðluð vígorð. Jafnvel æpa
þau saman í kór. Undirspilið er
hvinur í þúsundum smellna, sem
keyptar hafa verið við innganginn.
Við félagarnir héldum hópinn.
Margir gáfu okkur „gotu“ þegar
við stigum út úr rauða vagninum,
sem flutti okkur á „völlinn," og
enn fleiri snéru sér við og virtu
okkur fyrir sér meðan við vorum
að koma okkur fyrir á áhorfenda-
pöllunum. Allir vissu hverjir við
vorum, og að bráðum ættum við að
fara í „eldinn.“
Að vísu voru enn nokkrir dagar
þangað til röðin kæmi að okkur að
stíga fæti á hinn helga völl. Hins-
vegar höfðu þegar margar myndir
birzt af okkur í blöðunum og frá-
sagnir af æfingaleikjum okkar,
ennfremur greinar um einstaka
leikmenn. Eftir fyrsta æfingaleik-
inn fékk ég viðurnefnið „tígris-
dýrið.“ „Ágætt,“ sagði ég, „þeir
hafa uppnefnt mig tígrisdýrið, ég
skal svei mér reyna til að klóra
þeim, svo þeir muni það.“ En nú
gafst ekki tími til frekari hugleið-
inga. Leikurinn var að byrja. Við
fylgdumst vel með. Hver og einn
okkar reyndi að draga lærdóm af
því, sem hann sá. Ég hafði t.d.
ekki augun af Tommy Lawton.
Hann var í miklu uppáhaldi í Eng-
landi og mikið frá honum sagt í
ræðu og riti. Því var haldið fram
að annar eins miðherji hefði ekki
komið fram þar um slóðir, síðan
Drake var uppá sitt bezta, meira
að segja var Lawton talinn taka
honum fram. „Tommy er eins og
hríðskotabyssa“ var sagt, „svo
skotharður og beinskeittur, að
undrun sætir.“ Þannig var talað,
og því var bætt við, „að hann
Tommy tryggir sér mörkin sín,
það máttu reiða þig á, lagsmaður.“
Satt bezt að segja, þá gerði þetta
umtal allt mér órótt í skapi. Að
minnsta kosti var þetta ekki upp-
örfandi, svo mikið er víst.
Lawton er langur og mjór, sí-
kvikur í hreyfingum og næsta ó-
trúlega snar í snúningum. Hann er
alltaf stórhættulegur, því hann
getur skotið og skýtur úr hvaða
aðstöðu sem er, og skot hans eru
ekki aðeins markviss, heldur og
ofsa föst. Hann er „prímadonnan“
holdi klædd. Allt liðið leikur til
hans, gefur honum tækifærin. —
Lawton er eldfljótur að hlaupa, og
svo sprettharður að fártítt má telja,
og kastar sér fram á við, eins og
pardusdýr, þegar þess þarf með.
Hann getur skallað knöttinn úr
höndum markvarðar, með slíkum
eldingshraða, að engum vörnum
verði við komið.
Lawton liðkaði sig fyrir leikinn,
hljóp um létt og lipurt. Kvik-
myndamennirnir voru alltaf á hæl-
um hans, já, snérust í kringum
hann eins og skopparakringlur. Ég
sá Lawton senda knött í netið.
Hann lenti í efra horninu hægra
megin, rétt í vinklinum. I númer
níu! Svo lagði hann knöttinn fyrir
sig að nýju, og skaut honum aftur
að markinu, nú í vinstra hornið.
Aftur í númer níu. Félagar mínir
sögðu að ég hefði orðið heldur
langleitur. Mér var það ofur vel
ljóst að hér myndi ég eiga mót-
herja að mæta, þegar þar að
kæmi, sem sannarlega væri ekkert
lamb að leika sér við. Mótherja,
sem á hvaða augnabliki sem væri
gæti komið manni heldur óhuggu-
lega á óvart. Það er sannarlega
ekki á færi nema snjöllustu manna,
að senda knöttinn hvað eftir ann-
að af öðru eins öryggi í númer níu,
og Lawton hafði gert. Já, nánast
eins og eftir skipun.
En hvað er átt við með númer
níu, það þarfnast efalaust skýring-
ar. Við bóklega kennslu í knatt-
spyrnu eða töflunotkun, er markið
sýnt, þar sem því er skipt í sér-
staka reiti. Númer níu er sá reitur,
sem markvörðurinn á erfiðast með
að verja og valda, þ.e. hornin. En
einmitt þangað sendi Lawton
knöttinn, eins og eftir pöntun.
Ekki olli Lawton vonbrigðum í
þessum leik, frekar en fyrri dag-
inn. Hann skoraði tvö mörk. Fyrra
markið með skalla upp í hægra
hornið, en það síðara með hörku-
skoti í vinstra hornið, alveg upp í
vinkilinn — númer níu — hvort-
tveggja var þetta meistaralega
gert.
Það lék ekki á tveim tungum
með það að ég myndi ekki eiga
náðuga daga, þegar þar að kæmi.
*
Loks rann upp hinn langþráði
dagur, hins fyrsta kappleiks okk-
ar. Við sátum þögulir í rauða bíln-
um, sem ók okkur út á völl, það
datt hvorki af okkur né dfaup.
Meðal annars dóts sem ég hafði
með mér, var flaska nokkur, sem
ég lét standa í öðru horni marksins
hjá mér, ef þurrt var í veðri. Þessi
flaska vakti þegar mikinn áhuga
með áhorfendum, og varð orsök
mikilla umræðna og veðmála. —
Fimmtán mínútum fyrir leikinn
fórum við út á völlinn til að liðka
okkur. Við lékum nokkrar léttar
æfingar, hoppuðum og tókum smá
spretti. Að því búnu gaf dómarinn
merki um að leikurinn skyldi hefj-
ast.
Leikaðstæður voru oss allfram-
andi. Hjá okkur í Rússlandi getur
t.d. fólk ekki komið alveg upp að
markinu eða að sjálfum leikvang-
inum, eins og þarna. Það bókstaf-
lega stóð allt að því við mark-
stengurnar. Lögreglumenn voru
þar að vísu nálægir til að sjá um
að allt færi skipulega fram. Þeir
skálmuðu fram og til baka, voru
alltaf á ferðinni.
Bretarnir hófu þegar mikla sókn,
og ég átti framan af mj ög í vök að
verjast og varð að leggja mig allan
fram. Tók ég margar draugasveifl-
ur í markinu, en hurð skall hvað
eftir annað nærri hælum, en bjarg-
aðist þó, en oftast með naumind-
um.
Ekki verður því neitað, að ensku
framherjarnir kunnu vel til verka.
Sókn þeirra var, hverju sinni,
mjög vel skipulögð. Skyndiárásir
útherja þeirra inná vítateiginn
voru oft stórhættulegar, en þar var
Lawton jafnan fyrir viðbúinn, en
vel valdaður af fyrirliða okkar,
miðframherjanum Semitsjastný.
Lawton var brellinn, við og við lét
hann, sem hann drægi sig í hlé til
þess að slappa af, en mér var það
sannarlega ljóst, að samherjar
hans í framlínunni höfðu nær
aldrei af honum augun.
Hvað eftir annað réðist enska
framlínan á mig, mér liggur við að
segja af næsta ótrúlegri hörku, er
ég hafði klófest knöttinn. — Þeir
reyndu ýmist að slá hann úr hönd-
um mér eða sparka honum eða
blátt áfram að hrinda mér „með