Valsblaðið - 01.05.1987, Page 6
ó
jafnfætis góöum leikmönnum hér
heima.“
Úr öllu saman varð talsvert
langur ferill
- Nú vannstu fyrstu afrek þín er-
lendis á Bretlandseyjum. Var það
ekki erfitt fyrir ungan mann úr fánýt-
inu hér á Islandi að leika með
frægum kemgum og með augu þús-
undaásér?
„Maður átti vitanlega erfitt með að
stíga sín fyrstu spor í átt til atvinn-
umennskunnar. í sjálfu sér má segja
að ég hafi byrjað feril minn í her-
búðum Glasgow Rangers. Með
þeim lék ég samhliða námi. Þá flutt-
ist ég til Arsenal og glímdi með því
liði um hríð, ávallt þó sem áhuga-
maður. Að fá atvinnuleyfi í Bretlandi
í þann tíð var óvinnandi vegur.
Upphaf þess sem síðar kom var
síðan æfingaferð Arsenal til Parísar.
Sú för gaf þó í raun ekki fyrirheit um
neitt sérstakt hvað mig varðaði í
fyrstunni. í menningarborginni
mættum við Racing Club de Paris.
Nokkru eftir þann leik hafði einn for-
ráðamanna franska liðsins Nancy
samband og fór þess á leit við mig að
ég kæmi til félagsins. Ég lét til leiðast
eftir nokkra umhugsun og úr öllu
saman varð talsvert langur ferill.
ítalski boltinn féli vel
að leikstíl Alberts
- Næst hélstu yfir ítöisku landa-
mærin.
„Jú, og spilaði með AC Mílanó. Þá
var leikin á Ítalíu hröð og góð knatt-
spyrna sem féll vel að leikstíl
mínum. I raun svipaður bolti og
maður sér í sjónvarpinu í dag. Þjóð-
areinkenni ítala endurspeglast í
knattspyrnu þeirra. Þeir eru vinnus-
amir og gleðja sjálfa sig jafnt og aðra
með mikilli leiktækni, stuttum send-
ingum og laglegum samleik. Bret-
arnir hafa hins vegar annan hátt á
eins og flestir þekkja til. Skaplund
þeirra er ör og allt á að gerast í einni
snertingu. Sendingarámeðherjayfir
stór svæði spara tíma og vinnu að
þeirra áliti og þannig er slíkt athæfi
réttlætt og sett ofar áferðarfallegri
samvinnu."
Lið Racing Club de Paris var í
þann tíð stjörnum prýtt
- Nú fórstu aftur til Frakklands frá ít-
alíu, hvað olli flutningunum?
„Ég átti við meiðsl að stríða á Ítalíu
og settu þau vitanlega strik í reikn-
inginn. Annars atvikaðist þetta allt
með einhverju lagi og ég gekk til liðs
við Racing Club de Paris. Lið félags-
ins var í þann tíð stjörnum prýtt og
því erfitt viðureignar. Ég var fimm
leikár í herbúðum þess og á þeim
tíma vannst bikarmeistaratitillinn
einu sinni. Annars vorum