Valsblaðið - 01.05.1987, Page 53
Stamð er margt
Úr ársskýrslu Knattspyrnu-
félagsins Vals árið 1986
Breyting er nú gerð á árskýrslu
Knattspyrnufélagsins Vals. Skýrslan
er fyrir almanaksárið, 1. janúar til 31.
desember.
Aðalstjórn Knattspyrnufélagsins
Vals, sem nú lætur af störfum, var
kjörin á framhaldsaðalfundi félags-
ins 21. ágúst 1986.
Stjórninaskipuðu:
Pétur Sveinbjarnarson, formaður
Bjarni Bjarnason, varaformaður
Jón Ó. Carlsson, gjaldkeri
Jafet Ólafsson
Guðmundur Hallgrímsson
Eggert Magnússon,
formaður knattspyrnudeildar
Finnbogi Lárus Hólm,
formaður körfuknattleiksdeildar.
Framkvæmdastjóri Knattspyrnufé-
lagsins Vals er Haraidur Sverrisson.
Umsjónarmaður íþróttahúss var
Gunnar Svavarsson.
Markmið stjórnar
Á fundi stjórnar 1. september 1986
samþykkti stjórnin eftirfarandi starf-
smarkmið fyrir næstu 6 mánuði:
1. Ráðning framkvæmdastjóra Vals.
1. nóvember var Haraldur Sverris-
son, viðskiptafræðingur, ráðinn
framkvæmdastjóri Vals. Fram-
kvæmdastjórinn starfar í umboði
stjórnar og ber ábyrgð gagnvart
henni á starfi félagsins og eignum
þess.
2. Endursmíði íbúðarhúss (Hlíðar-
enda), opnun skrifstofu.
Skrifstofa félagsins var opnuð að
Hlíðarenda í nóvember. Er þá
endursmíði íbúðarhússins að Hlíð-
arenda að mestu lokið.
3. Kynning á starfi Vals í vetur.
Starfsemi félagsins var kynnt með
heilsíðu auglýsingu í Morgunblað-
inu, í nóvember. Hugmyndin er að
kynna starfsemi félagsins framvegis
vor og haust.
4. Kaup á tölvu.
Gerður var samningur við Gísla J.
Johnsen hf. í desember um kaup á
tölvu og nauðsynlegum hugbúnaði.
5. Gerð félagsskrár Vals.
Félagsskrá var fyrirsíðustu lagab-
reytingu í höndum og ábyrgð eins-
takra íþróttadeilda. Skráin hefur lítið
verið endurskoðuð í 7 ár. Félags-
skráin hefur nú verið sameinuð og
tölvufærð. Skráningu hefur verið
skipt í almenna félagsskrá og iðk-
endaskrá.
6. Nýtt bókhaldskerfi.
Tillögur og reglur um nýtt bókhald-
skerfi voru settar í samræmi við lög
Vals. Sameiginlegir rekstrarþættir
og rekstur deilda skilgreindur.
Stjórnin hefursamþykkttillögu gjald-
kera um meðferð bókhalds og greið-
sluskuldbindinga. Verk þetta
stendur eða fellur með viðbrögðum
deildastjórna.
7. Gerð fjárhagsáætlunar 1987.
Samkvæmt nýjum lögum ber
stjórn að leggja fyrir aðalfund fjár-
hagsáætlun. Áætlunin skal taka
bæði til sameiginlegs reksturs og
rekstrarkostnað íþróttadeilda. Mikið
starf hefur verið unnið vegna þessa
verkefnis.
8. Kynning á skipulagi Hlíðarenda.
Framtíðarskipulag Hlíðarenda er
stærsta viðfangsefni félagsins og
verður það næstu ár.
íþróttir - Árangur (miðað við
1. jan. - 31. des. 1986)
Knattspyrna
Valur sendi kapplið í opinber mót í
eftirtöldum flokkum: Meistaraflokki
karla, old-boys, 1. flokkur, 2. flokkur
A, 3. flokkur A og B, 4. flokkur A og B,
5. flokkur A og B, 6. flokkur A og B.
Samtals voru kapplið karla 12. í
kvennaknattspyrnu voru kapplið 2,
meistaraflokkur og 2. flokkur.
Á vegum Vals tóku því 14 kapplið
þátt í opinberum mótum í knatt-
spyrnu. Árangur meistaraflokks var
góður. Liðið hafnaði í 2. sæti, jafnt
stigum og (slandsmeistarar Fram,
en tapaði á markahlutfalli. Árið 1986
er hins vegar fyrsta árið í langan
tíma sem Valur vinnur ekki titil í
knattspyrnu karla. Er það áhyggju-
efni. Meistaraflokkur kvenna átti
hins vegar sigri að fagna. Liðið varð
Reykjavíkurmeistari, íslandsmeist-
ari og Bikarmeistari.
Handknattleikur
Valur sendi kapplið til þátttöku í eftir-
töldum flokkum karla: Meistara-
flokki, 1. flokki, 2. flokki, 3. flokki, 4.
flokki, 5. flokki eða 6 kapplið. í
kvennaflokki voru kapplið 3: Meista-
raflokkur, 2. flokkur og 3. flokkur.
Samtals voru kapplið í handknattleik
9.
Á árinu vann Valur 3 titla: íslands-
meistari í 5. flokki karla, Reykjavík-
urmeistari í Meistaraflokki karla og
Reykjavíkurmeistari í Meistaraflokki
kvenna.
Körfuknattleikur
Valur sendi kapplið til þátttöku í eftir-
töldum flokkum karla: Meistara-
flokki, 2. flokki, 3. flokki, 4. flokki,
minni-bolta eða samtals 6 lið. Fé-
lagið vann 3 titla á árinu, Reykjavík-
urmeistari í minni-bolta og Reykja-
víkurmeistari í 3. flokki.tvisvar.
Valur sendi á árinu 29 keppnislið
til þátttöku í opinberum mótum í
þremur íþróttagreinum og vann 9
meistaratitla. Starfsemi og rekstur
29 kappliða á vegum eins og sama
félagsins hlýtur að vera félags-
mönnum Vals umhugsunarefni.
Árangur meistaraflokka karla í
þessum þremur vinsælustu keppn-
isgreinum íslendinga vekur jafnan
mesta athygli almennings. í þessum
greinum hefur ekkert íþróttafélag á
íslandi jafn sterka stöðu og Valur og
hefur svo verið í mörg ár.