Valsblaðið - 01.05.1987, Blaðsíða 53

Valsblaðið - 01.05.1987, Blaðsíða 53
Stamð er margt Úr ársskýrslu Knattspyrnu- félagsins Vals árið 1986 Breyting er nú gerð á árskýrslu Knattspyrnufélagsins Vals. Skýrslan er fyrir almanaksárið, 1. janúar til 31. desember. Aðalstjórn Knattspyrnufélagsins Vals, sem nú lætur af störfum, var kjörin á framhaldsaðalfundi félags- ins 21. ágúst 1986. Stjórninaskipuðu: Pétur Sveinbjarnarson, formaður Bjarni Bjarnason, varaformaður Jón Ó. Carlsson, gjaldkeri Jafet Ólafsson Guðmundur Hallgrímsson Eggert Magnússon, formaður knattspyrnudeildar Finnbogi Lárus Hólm, formaður körfuknattleiksdeildar. Framkvæmdastjóri Knattspyrnufé- lagsins Vals er Haraidur Sverrisson. Umsjónarmaður íþróttahúss var Gunnar Svavarsson. Markmið stjórnar Á fundi stjórnar 1. september 1986 samþykkti stjórnin eftirfarandi starf- smarkmið fyrir næstu 6 mánuði: 1. Ráðning framkvæmdastjóra Vals. 1. nóvember var Haraldur Sverris- son, viðskiptafræðingur, ráðinn framkvæmdastjóri Vals. Fram- kvæmdastjórinn starfar í umboði stjórnar og ber ábyrgð gagnvart henni á starfi félagsins og eignum þess. 2. Endursmíði íbúðarhúss (Hlíðar- enda), opnun skrifstofu. Skrifstofa félagsins var opnuð að Hlíðarenda í nóvember. Er þá endursmíði íbúðarhússins að Hlíð- arenda að mestu lokið. 3. Kynning á starfi Vals í vetur. Starfsemi félagsins var kynnt með heilsíðu auglýsingu í Morgunblað- inu, í nóvember. Hugmyndin er að kynna starfsemi félagsins framvegis vor og haust. 4. Kaup á tölvu. Gerður var samningur við Gísla J. Johnsen hf. í desember um kaup á tölvu og nauðsynlegum hugbúnaði. 5. Gerð félagsskrár Vals. Félagsskrá var fyrirsíðustu lagab- reytingu í höndum og ábyrgð eins- takra íþróttadeilda. Skráin hefur lítið verið endurskoðuð í 7 ár. Félags- skráin hefur nú verið sameinuð og tölvufærð. Skráningu hefur verið skipt í almenna félagsskrá og iðk- endaskrá. 6. Nýtt bókhaldskerfi. Tillögur og reglur um nýtt bókhald- skerfi voru settar í samræmi við lög Vals. Sameiginlegir rekstrarþættir og rekstur deilda skilgreindur. Stjórnin hefursamþykkttillögu gjald- kera um meðferð bókhalds og greið- sluskuldbindinga. Verk þetta stendur eða fellur með viðbrögðum deildastjórna. 7. Gerð fjárhagsáætlunar 1987. Samkvæmt nýjum lögum ber stjórn að leggja fyrir aðalfund fjár- hagsáætlun. Áætlunin skal taka bæði til sameiginlegs reksturs og rekstrarkostnað íþróttadeilda. Mikið starf hefur verið unnið vegna þessa verkefnis. 8. Kynning á skipulagi Hlíðarenda. Framtíðarskipulag Hlíðarenda er stærsta viðfangsefni félagsins og verður það næstu ár. íþróttir - Árangur (miðað við 1. jan. - 31. des. 1986) Knattspyrna Valur sendi kapplið í opinber mót í eftirtöldum flokkum: Meistaraflokki karla, old-boys, 1. flokkur, 2. flokkur A, 3. flokkur A og B, 4. flokkur A og B, 5. flokkur A og B, 6. flokkur A og B. Samtals voru kapplið karla 12. í kvennaknattspyrnu voru kapplið 2, meistaraflokkur og 2. flokkur. Á vegum Vals tóku því 14 kapplið þátt í opinberum mótum í knatt- spyrnu. Árangur meistaraflokks var góður. Liðið hafnaði í 2. sæti, jafnt stigum og (slandsmeistarar Fram, en tapaði á markahlutfalli. Árið 1986 er hins vegar fyrsta árið í langan tíma sem Valur vinnur ekki titil í knattspyrnu karla. Er það áhyggju- efni. Meistaraflokkur kvenna átti hins vegar sigri að fagna. Liðið varð Reykjavíkurmeistari, íslandsmeist- ari og Bikarmeistari. Handknattleikur Valur sendi kapplið til þátttöku í eftir- töldum flokkum karla: Meistara- flokki, 1. flokki, 2. flokki, 3. flokki, 4. flokki, 5. flokki eða 6 kapplið. í kvennaflokki voru kapplið 3: Meista- raflokkur, 2. flokkur og 3. flokkur. Samtals voru kapplið í handknattleik 9. Á árinu vann Valur 3 titla: íslands- meistari í 5. flokki karla, Reykjavík- urmeistari í Meistaraflokki karla og Reykjavíkurmeistari í Meistaraflokki kvenna. Körfuknattleikur Valur sendi kapplið til þátttöku í eftir- töldum flokkum karla: Meistara- flokki, 2. flokki, 3. flokki, 4. flokki, minni-bolta eða samtals 6 lið. Fé- lagið vann 3 titla á árinu, Reykjavík- urmeistari í minni-bolta og Reykja- víkurmeistari í 3. flokki.tvisvar. Valur sendi á árinu 29 keppnislið til þátttöku í opinberum mótum í þremur íþróttagreinum og vann 9 meistaratitla. Starfsemi og rekstur 29 kappliða á vegum eins og sama félagsins hlýtur að vera félags- mönnum Vals umhugsunarefni. Árangur meistaraflokka karla í þessum þremur vinsælustu keppn- isgreinum íslendinga vekur jafnan mesta athygli almennings. í þessum greinum hefur ekkert íþróttafélag á íslandi jafn sterka stöðu og Valur og hefur svo verið í mörg ár.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Valsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.