Valsblaðið - 01.05.1987, Blaðsíða 11

Valsblaðið - 01.05.1987, Blaðsíða 11
„Höfum burði til að gera þetta að eftirminnilegu keppnistímabili“ - segir fyririiðinn Þorgrímur Þráinsson Þorgrímur Þráinsson er kjölfestan í vöm Valsmanna. Sterkur og skæður fyrirliði. Haraldur sér um framkvæmdir Knattspyrnufélagiö Valur hefur ráöiö liarald Sverrisson, viðskiptafræðing, framkvæmdastjóra félagsins. Þetta er í fyrsta skipti sem Valur ræöur framkvæmdastjóra í fullt starf. Jafn- framt hefur veriö opnuö skrifstofa fyrir félagiö aö Hlíðarenda. Gamla íbúöarhúsiö aö Hlíöarenda, sem byggt var 1914 hefur veriö endur- byggt og breytt í skrifstofu og fundar- aðstöðu fyrir Val. Markmiöiö er aö skrifstofa Vals aö Hlíðarenda verði þjónustumiöstöð fyrir stjórn Vals, deildir, nefndir og ráð félagsins og efli tengsl viö Vals- menn almennt. Haraldur Sverrisson er 25 ára aö aldri og útskrifaöist úr viðskiptadeild Háskóla íslands í febrúar 1987 með sölu- og markaösmál sem kjörsvið. „Það er ekkert launungarmál að það er óvenjulegur metnaður hjá Val og gert er ráð fyrir að liðið sé árvisst í toppslagnum. Þaðerenginn ástæða til annars en að ætla að við verðum þar í ár með sama móti og í fyrra.“ Þetta segir landsliðsmaðurinn Þorgrímur Þráinsson, fyrirliði meist- araflokks Vals. Hans verk er að ráða ferð Valsmanna á vellinum í sumar enda leiðtogi leikmanna þegar á hólminn er komið. Þorgrími tókst að leiða sína menn til sigurs í Reykja- víkurmótinu og er aldrei að vita nema sigurbrautin verði með breið- asta sniði til haustsins. „Við erum með reynda leikmenn í hópnum sem hafa verið í toppbar- áttu á undanförnum árum. Það er mikill kostur þegar úrslit geta ráðist af reynslunni einni og því að kunna að leika undir álagi, kunna að leika til sigurs þegar baráttan er þrúgandi. Við höfum því alla burði til að gera þetta að eftirminnilegu tímabili." Hópurinn er mjög sterkur Aðspurður um baráttuna um sæti í liðinu sagði Þorgrímur að sú rimma gerði liði og einstaklingum ekkert nema gott. „Það er leikmönnum og liði hollt að baráttan um sæti sé hörð,“ sagði Þorgrímur. „Það sýnir sjálfsagt einna best styrkleika liðsins að hafa landsliðsmenn til skiptana. Það er óvenjulegt að slíkir sitji á bekknum í íslensku félagsliði. En hópurinn er samheldinn og góður. Ég man ekki eftir jafn skemmtilegri stemmingu í fjöldamörg ár. Það er alltaf stutt í glensið þótt átökin og baráttan séu í öndvegi." Frammistaða hvers og eins ræður liðinu „Ég tel að allir séu sáttir við störf lan Ross,“ segir Þorgrímur og ber álit sitt á þjálfara Valsmanna út í dags- Ijósið. „Hann er einn sá hæfasti þjálf- ari sem ég hef haft; - heldur uppi aga og það fer ekki framhjá nokkrum manni að það er karlinn sem hefur ráðin. Á æfingum er aldrei dauður punktur, það er tekið skipulega á í þann tíma sem pústið varir. Menn komast hreinlega ekki niður á hæl- ana í einn og hálfan tíma - og það eru allir sem leggja sig fram. Enda segir karlinn að leikmenn velji liðið sjálfir með frammistöðu sinni í leikjum og á æfingum," segir Þor- grímur að lokum og er greinilega bjartsýnn á árangur Valsmanna á þessu leikári.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Valsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.